Það verður mjög spennandi dagur á morgun en félagaskiptaglugginn lokar annað kvöld.
David Ornstein hjá The Athletic greinir frá því í kvöld að Newcastle og Liverpool séu að nálgast samkomulag um kaupverð á Alexander Isak.
David Ornstein hjá The Athletic greinir frá því í kvöld að Newcastle og Liverpool séu að nálgast samkomulag um kaupverð á Alexander Isak.
Hann segir frá því að félögin séu nálægt því að ná samkomulagi um 130 milljón punda verðmiða en Newcastle vildi upphaflega fá um 150 milljónir punda. Newcastle hafnaði fyrsta tilboði Liverpool sem hljóðaði upp á 110 milljónir punda.
Fabrizio Romano hefur sett „Here we go" stimpilinn fræga á félagaskiptin. Hann mun gangast undir læknisskoðun á morgun og félagaskiptin verða staðfest í kjölfarið.
Hann verður dýrasti leikmaður í sögu úrvalsdeildarinnar en Florian Wirtz er dýrasti leikmaður sögunnar eins og er en hann gekk til liðs við Liverpool frá Leverkusen fyrir 116 milljónir punda fyrr í sumar.
???????? BREAKING: Alexander Isak to Liverpool, here we go! Deal agreed now for £130m transfer fee. Record move for Premier League.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 31, 2025
Isak, on his way today for medical tests as new Liverpool player after long term deal agreed months ago.
It was always ONLY Liverpool for Isak. pic.twitter.com/AGnXqBKsmX
???? Newcastle United reach total agreement with Liverpool to sell Alexander Isak. Deal for 25yo striker worth £130m to #NUFC with solidarity, £125m cost to #LFC. Medical to be done on Monday before #DeadlineDay switch for Sweden international @TheAthleticFC https://t.co/SKEDxNm1JF
— David Ornstein (@David_Ornstein) August 31, 2025
Athugasemdir