Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
   sun 31. ágúst 2025 23:34
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Barcelona mistókst að komast á toppinn
Lamine Yamal skoraði mark Barcelona
Lamine Yamal skoraði mark Barcelona
Mynd: EPA
Barcelona mistókst að komast á toppinn í spænsku deildinni eftir að liðið gerði jafntefli gegn Rayo Vallecano í kvöld.

Lamine Yamal fékk vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks. Hann fór sjálfur á punktinn og kom Barcelona yfir.

Á 67. mínútu jafnaði Fran Perez metin þegar hann var aleinn á fjærstönginni eftir hornspyrnu. Hann skoraði með skoti, sláin inn og þar við sat.

Athletic Bilbao er ásamt Real Madrid með fullt hús stiga en liðið vann Real Betis í kvöld. Þremur umferðum er lokið en Betis er með fimm stig eftir fjóra leiki.

Borja Iglesias tryggði Celta Vigo stig gegn Villarreal þegar hann jafnaði metin þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Þá vann Espanyol sigur á Osasuna.

Celta 1 - 1 Villarreal
0-1 Nicolas Pepe ('53 )
1-1 Borja Iglesias ('90 )

Betis 1 - 2 Athletic
0-1 Marc Bartra ('60 , sjálfsmark)
0-2 Aitor Paredes ('85 )
1-2 Cedric Bakambu ('90 )

Espanyol 1 - 0 Osasuna
1-0 Carlos Romero ('52 )

Rayo Vallecano 1 - 1 Barcelona
0-1 Lamine Yamal ('40 , víti)
1-1 Fran Perez ('67 )
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 3 3 0 0 6 1 +5 9
2 Athletic 3 3 0 0 6 3 +3 9
3 Villarreal 3 2 1 0 8 1 +7 7
4 Barcelona 3 2 1 0 7 3 +4 7
5 Espanyol 3 2 1 0 5 3 +2 7
6 Getafe 3 2 0 1 4 4 0 6
7 Elche 3 1 2 0 4 2 +2 5
8 Betis 4 1 2 1 4 4 0 5
9 Valencia 3 1 1 1 4 2 +2 4
10 Vallecano 3 1 1 1 4 3 +1 4
11 Alaves 3 1 1 1 3 3 0 4
12 Celta 4 0 3 1 3 5 -2 3
13 Sevilla 3 1 0 2 5 5 0 3
14 Osasuna 3 1 0 2 1 2 -1 3
15 Oviedo 3 1 0 2 1 5 -4 3
16 Atletico Madrid 3 0 2 1 3 4 -1 2
17 Real Sociedad 3 0 2 1 3 4 -1 2
18 Mallorca 3 0 1 2 2 6 -4 1
19 Levante 3 0 0 3 3 7 -4 0
20 Girona 3 0 0 3 1 10 -9 0
Athugasemdir
banner