Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
Haddi sendir ákall til KSÍ - „Til skammar að félagið skuli haga sér svona"
Óskar Hrafn: Ekki fúll yfir því að taka stig á þessum velli
Láki: Getur ekki ætlast til að stórveldi eins og ÍA leggist niður í Eyjum
Maggi brjálaður út í dómarana - „Höfum ekki fengið neitt frá dómurunum“
Jökull um umdeilda markið: Þetta er búið að gerast svo oft
Lárus Orri: Þeir voru að finna svæði milli miðju og varnar of auðveldlega
Heimir Guðjóns: Tekin ákvörðun í haust að byggja upp nýtt lið
Breki Baxter: Stigum stórt skref upp í topp sex
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
   sun 31. ágúst 2025 21:51
Kári Snorrason
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks.
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik heimsótti Víking heim í Víkina fyrr í kvöld. Leikar enduðu með 2-2 jafntefli í stórskemmtilegum leik. Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, mætti í viðtal að leik loknum.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 Breiðablik

„Við ætluðum svo sannarlega að vinna þegar við mættum hingað. En þegar við lentum marki og manni undir gegn frábæru liði, þá tökum við stigið.“

Viktor Karl var rekinn af velli þegar stutt var liðið af síðari hálfleik.
„Ég viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur. Mér fannst þetta klaufalegt hjá Viktori Karli, of lengi á boltanum og flækist í honum. Mér datt aldrei í hug að það væri að koma rautt spjald, kannski sá ég þetta ekki nægilega vel.“

Bæði mörk Breiðabliks komu úr föstum leikatriðum, þar sem sending kemur á fjærsvæðið á Damir Muminovic sem skallar fyrir markið.
„Eiður Ben var búinn að kortleggja hvernig þeir verjast föstum leikatriðum vel. Þú mátt kíkja í Ipadinn hjá okkur, þetta var beint af æfingasvæðinu.“

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner