Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
   sun 31. ágúst 2025 22:24
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dramatískur sigur hjá Elíasi Rafni gegn Bröndby
Mynd: EPA
Gísli Gottskálk Þórðarson kom inn á sem varamaður eftir klukkutíma leik í 2-1 sigri Lech Poznan gegn Widzew Lodz í pólsku deildinni. Sigurmarkið kom fjórum mínútum eftir að Gísli kom inn á. Lech Poznan er með 10 stig í 6. sæti eftir fimm umferðir. Það eru sex stig upp í efsta sætið en Poznan á tvo leiki til góða á topplið Wisla Plock.

Davíð Kristján Ólafsson sat á bekknum þegar Cracovia vann Legia 2-1. Cracovia er í 2. sæti með 14 stig.

Hinrik Harðarson spilaði allan leikinn í markalausu jafntefli Odd gegn Lyn í næst efstu deild í Noregi. Odd er með 24 stig í 12. sæti eftir 21 umferð.

Atli Barkarson gekkst undir aðgerð á öxl undir lok síðasta tímabils þegar Zulte Waregem vann næst efstu deild í Belgíu. Hann var kominn á bekkinn í dag í 3-2 tapi gegn Genk í efstu deild. Zulte Waregem er með fjögur stig eftir sex umferðir í næst neðsta sæti.

Elías Rafn Ólafsson var í markinu hjá Midtjylland í dramatískum sigri gegn Bröndby í dönsku deildinni. Bröndby jafnaði metin á 88. mínútu en Midtjylland skoraði tvö mörk í uppbótatíma og vann 3-1. Midtjylland er í 2. sæti með 15 stig eftir sjö umferðir, stigi á eftir FCK sem vann Randers 5-1 í dag. Rúnar Alex Rúnarsson var á bekknum.

Logi Tómasson var tekinn af velli í hálfleik þegar Samsunspor gerði 1-1 jafntefli gegn Trabzonspor í tyrknesku deildinni. Samsunspor er í 6. sæti með sjö stig eftir þrjár umferðir. Sverrir Ingi Ingason var áfram á bekknum þegar Panathinaikos gerði 1-1 jafntefli gegn Levadiakos í fyrstu umferð grísku deilldarinnar.
Athugasemdir
banner
banner