Víkingur tók á móti Breiðablik fyrr í kvöld á Víkingsvelli. Liðin skildu jöfn að, en Víkingar voru manni fleiri stóran hluta síðari hálfleiks. Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, mætti í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 - 2 Breiðablik
„Virkilega svekktur með að vinna ekki þennan leik. Þetta var gott tækifæri til að koma okkur á topp deildarinnar. Virkilega svekktur með að geta ekki gert betur úr stöðunni, komnir 2-1 yfir. Það virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri.“
Gylfi Þór Sigurðsson var tekinn af velli í stöðunni 2-1 og manni fleiri. Gylfi var á gulu spjaldi líkt og Stígur Diljan sem var jafnframt tekinn af velli.
„Það getur vel verið að það hafi verið rangt af mér að gera það. Þeir voru báðir flottir í leiknum, Gylfi var að finna sig þarna. Ég mat það bara þannig að þeir voru á gulu spjaldi og það er ákveðin áhætta. Kannski var það feill af mér að taka þá ákvörðun.“
Topplið Vals tapaði gegn Fram í kvöld.
„Það jákvæða er að við erum komnir einu stigi nær toppsætinu, en við vorum fyrir þessa umferð. Auðvitað erum við svekktir með að gera ekki betur hér í dag. En það er hellingur eftir að mótinu og jákvætt að vera nær toppnum.“
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir