Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
Haddi sendir ákall til KSÍ - „Til skammar að félagið skuli haga sér svona"
Óskar Hrafn: Ekki fúll yfir því að taka stig á þessum velli
Láki: Getur ekki ætlast til að stórveldi eins og ÍA leggist niður í Eyjum
Maggi brjálaður út í dómarana - „Höfum ekki fengið neitt frá dómurunum“
Jökull um umdeilda markið: Þetta er búið að gerast svo oft
Lárus Orri: Þeir voru að finna svæði milli miðju og varnar of auðveldlega
Heimir Guðjóns: Tekin ákvörðun í haust að byggja upp nýtt lið
Breki Baxter: Stigum stórt skref upp í topp sex
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
   sun 31. ágúst 2025 22:02
Kári Snorrason
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings.
Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur tók á móti Breiðablik fyrr í kvöld á Víkingsvelli. Liðin skildu jöfn að, en Víkingar voru manni fleiri stóran hluta síðari hálfleiks. Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 Breiðablik

„Virkilega svekktur með að vinna ekki þennan leik. Þetta var gott tækifæri til að koma okkur á topp deildarinnar. Virkilega svekktur með að geta ekki gert betur úr stöðunni, komnir 2-1 yfir. Það virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri.“

Gylfi Þór Sigurðsson var tekinn af velli í stöðunni 2-1 og manni fleiri. Gylfi var á gulu spjaldi líkt og Stígur Diljan sem var jafnframt tekinn af velli.

„Það getur vel verið að það hafi verið rangt af mér að gera það. Þeir voru báðir flottir í leiknum, Gylfi var að finna sig þarna. Ég mat það bara þannig að þeir voru á gulu spjaldi og það er ákveðin áhætta. Kannski var það feill af mér að taka þá ákvörðun.“

Topplið Vals tapaði gegn Fram í kvöld.

„Það jákvæða er að við erum komnir einu stigi nær toppsætinu, en við vorum fyrir þessa umferð. Auðvitað erum við svekktir með að gera ekki betur hér í dag. En það er hellingur eftir að mótinu og jákvætt að vera nær toppnum.“

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner