Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
Haddi sendir ákall til KSÍ - „Til skammar að félagið skuli haga sér svona"
Óskar Hrafn: Ekki fúll yfir því að taka stig á þessum velli
Láki: Getur ekki ætlast til að stórveldi eins og ÍA leggist niður í Eyjum
Maggi brjálaður út í dómarana - „Höfum ekki fengið neitt frá dómurunum“
Jökull um umdeilda markið: Þetta er búið að gerast svo oft
Lárus Orri: Þeir voru að finna svæði milli miðju og varnar of auðveldlega
Heimir Guðjóns: Tekin ákvörðun í haust að byggja upp nýtt lið
Breki Baxter: Stigum stórt skref upp í topp sex
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
   sun 31. ágúst 2025 23:00
Gunnar Bjartur Huginsson
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Rúnar var að vonum sáttur með fyrsta sigur sinna manna síðan 5. júlí.
Rúnar var að vonum sáttur með fyrsta sigur sinna manna síðan 5. júlí.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fram fékk topplið Vals í heimsókn á Lamhagavöllinn í kvöld en þeir náðu að knýja fram sigur á lokametrum leiksins, þegar Simon Tibbling skoraði úr vítaspyrnu. Þetta reyndist vera fyrsti sigur Fram síðan 5. júlí og gat Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, því ekki verið annað en sáttur með það.

Við náðum að þrýsta þeim niður og þegar þú nærð að ýta Valsliðinu niður á eigin vallarhelming, fara þeir með senterana sína og allt liðið sitt niður að vítalínu og verjast ofboðslega vel. Mér fannst við bara vera flottir og við vildum ekki breyta neinu í hálfleiknum."


Lestu um leikinn: Fram 2 -  1 Valur

Margir skynjuðu smá hita á milli liðanna á vellinum. Leikurinn var mikilvægur fyrir bæði lið og var auðvelt að skynja það. Rúnar hefur séð margt í boltanum og fannst eðlileg barátta milli liðanna tveggja. 

Mér fannst þetta bara góður fótboltaleikur. Þetta var bara eðlileg barátta og mér fannst hún ekki of mikil og Valsmenn eru auðvitað bara sterka menn í öftustu línu. Þú þarft að taka á móti því og standa í lappirnar og mér fannst við gera þeim mjög erfitt fyrir."

Valsmenn voru allt annað en sáttir með dómara leiksins, Gunnar Odd Hafliðason, en tekið var af þeim mark sem átti að hafa verið rangstaða og vildu þeir einnig vítaspyrnu í lok leiks. Gunnar Oddur gaf lítið fyrir það. Rúnar var á öðru máli.

Auðvitað þegar þú ert á toppnum og þú tapar, þá færðu á þig víti sem ég sá ekki. Þeir fúlir að tapa auðvitað, þá er maður aðeins fljótari upp. Ég skil þá vel. En ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta, þannig að ég ætla ekkert að dæma um það."

Viðtalið í heild má nálgast í spilaranum að ofan.


Athugasemdir
banner