„Mér líður drullu vel, þetta var bara geggjað og mjög mikilvægt." sagði Guðmundur Baldvin Nökkvason hetja Stjörnunnar í 3-2 sigri á KA.
Stjarnan voru mjög lélegir fyrsta klukkutíman og var Guðmundur Baldvin spurður út í þennan fyrsta klukkutíma leiksins hjá Stjörnunni.
„Við vorum vissulega ekkert mjög góðir, það var rætt mikið inn í klefa í hálfleik og farið vel yfir málin og það skilaði sér, við breyttum bara um leikplan og bara hrós á teymið sem stóðu að því að breyta um leikplan og það bara virkaði."
Lestu um leikinn: Stjarnan 3 - 2 KA
„Við erum gríðarlega sterkir hérna heima og var eiginlega manna slakastur inn í klefa og ég hafði alltaf trú á þessu. Við bara ræddum saman og héldum í trúnna og þá bara kæmi þetta og það gerðist og þetta var bara drullu fokking gott."
Nánar var rætt við Guðmund Baldvin í sjónvarpinu hér að ofan.