
„Þetta var bara lélegt. Svo einfalt er það. Það er erfitt að útskýra þetta," sagði Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði eftir 4-2 tapið gegn Albaníu í undankeppni EM i kvöld.
Lestu um leikinn: Albanía 4 - 2 Ísland
Ísland náði að jafna tvívegis í leiknum en það dugði ekki til því Albanía kláraði leikinn undir lokin með tveimur mörkum.
„Við urðum of ákafir. Þetta var eins og box bardagi. Við vorum aðeins of djarfir og fórum að sækja aðeins of mikið. Þá tóku þeir okkur í bólinu. Þetta var slakt."
„Ef þú færð á þig fjögur mörk þá ertu ekki að fara að vinna neina leiki. Sérstaklega ekki mikilvægan leik á móti Albaníu á útivelli, þá ertu ekki að fara að gera neitt."
Ísland er þremur stigum á eftir Frökkum og Tyrkjum þegar fjórar umferðir eru eftir í riðlinum en tvö efstu liðin fara á EM.
„Það fyndna og góða við þetta er að þetta er ennþá í okkar höndum. Það verður gífurlega erfiður leikur gegn Frökkum á heimavelli og við þurfum svo sannarlega að spila betur en þetta ef við ætlum að fá eitthvað úr þeim leik."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir