Mikill áhugi á Kimmich - Chelsea mun ekki kaupa markmann
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   þri 10. september 2019 21:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Elbasan, Albanía
Aron ósáttur: Þetta var bara lélegt
Icelandair
Aron Einar Gunnarsson í leiknum í kvöld
Aron Einar Gunnarsson í leiknum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var bara lélegt. Svo einfalt er það. Það er erfitt að útskýra þetta," sagði Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði eftir 4-2 tapið gegn Albaníu í undankeppni EM i kvöld.

Lestu um leikinn: Albanía 4 -  2 Ísland

Ísland náði að jafna tvívegis í leiknum en það dugði ekki til því Albanía kláraði leikinn undir lokin með tveimur mörkum.

„Við urðum of ákafir. Þetta var eins og box bardagi. Við vorum aðeins of djarfir og fórum að sækja aðeins of mikið. Þá tóku þeir okkur í bólinu. Þetta var slakt."

„Ef þú færð á þig fjögur mörk þá ertu ekki að fara að vinna neina leiki. Sérstaklega ekki mikilvægan leik á móti Albaníu á útivelli, þá ertu ekki að fara að gera neitt."

Ísland er þremur stigum á eftir Frökkum og Tyrkjum þegar fjórar umferðir eru eftir í riðlinum en tvö efstu liðin fara á EM.

„Það fyndna og góða við þetta er að þetta er ennþá í okkar höndum. Það verður gífurlega erfiður leikur gegn Frökkum á heimavelli og við þurfum svo sannarlega að spila betur en þetta ef við ætlum að fá eitthvað úr þeim leik."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner