þri 10. september 2019 09:03
Magnús Már Einarsson
Manchester United undirbýr risa tilboð í Rice
Powerade
Declan Rice.
Declan Rice.
Mynd: Getty Images
Eriksen gæti farið til Real Madrid næsta sumar.
Eriksen gæti farið til Real Madrid næsta sumar.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru í stuði og horfa á janúar gluggann í slúðri dagsins.



Manchester United ætlar að bjóða 90 milljónir punda í Declan Rice (20) miðjumann West Ham í janúar. (Express)

Rea Madrid ætlar að reyna við Christian Eriksen leikmann Tottenham næsta sumar ef Paul Pogba gerir nýjan samning við Manchester United. Eriksen (27) verður samningslaus næsta sumar. (Sky Sports)

Sergio Ramos, varnarmaður Real Madrid, hefur sagt Pogba að koma til spænska félagsins. (Express)

Juventus neitaði að selja kantmanninn Douglas Costa (28) í sumar þrátt fyrir mikinn áhuga frá Manchester United. (Mail)

Chelsea hefur hafið viðræður við bakvörðinn Emerson (25) um nýjan samning. Callum Hudson-Odoi (18) er einnig að gera nýjan samning upp á 180 þúsund pund á viku. (Express)

Tottenham sendi njósnara til að fylgjast með Vedat Muriqi (25) framherja Fenerbahce í leik gegn Kosóvó um helgina. Lazio, Fiorentina og Napoli fylgdust einnig með Muriqi í leiknum en hann skoraði í 2-1 sigri á Tékkum. (Sabah)

David De Gea (28) er að ganga frá nýjum samningi við Manchester United sem verður nálægt samningi Paul Pogba. Pogba er með samning upp á 290 þúsund pund í laun á viku. (Guardian)

Juventus vill fá Kylian Mbappe (20) frá Juventus eftir að hafa mistekist að fá Neymar (27) frá PSG í sumar. (Express)

Nabil Fekir (26) miðjumaður Betis segir ekki rétt að félagaskipti hans til Liverpool hafi ekki gengið upp í fyrra þar sem hann hafi fallið á læknisskoðun. (Mail)

Tottenham vildi fá Nicolo Zaniolo (20) miðjumann Roma áður en félagið krækti í Giovani lo Celso á láni frá Real Betis. Þetta segir umboðsmaður Zaniolo. (Mail)

Wolves reyndi að fá Kalvin Phillips (23) miðjumann Leeds áður en hann gerði nýjan samning við sitt félag. (Football Insider)

Chelsea hefur sagt umboðsmönnum að félagið telji að félagaskiptabann sitt verði minnkað þannig að félagið geti keypt leikmenn á nýjan leik í janúar. (Mirror)

Jonjo Shelvey (27), miðjumaður Newcastle, segir að gagnrýnin sem stjórinn Steve Bruce sé að fá sé heimskuleg og vandræðaleg. (Chronicle)
Athugasemdir
banner
banner
banner