Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 10. september 2022 17:21
Brynjar Ingi Erluson
Neymar heldur áfram að skora - Donnarumma varði víti
Neymar og Lionel Messi hafa verið að tengja vel saman í Frakklandi
Neymar og Lionel Messi hafa verið að tengja vel saman í Frakklandi
Mynd: EPA
Brasilíski sóknarmaðurinn Neymar skoraði eina mark Paris Saint-Germain sem vann Brest, 1-0, í frönsku deildinni í dag. Gianluigi Donnarumma varði vítaspyrnu fyrir PSG í leiknum.

Neymar skoraði eina markið eftir hálftímaleik. Lionel Messi átti háa sendingu vinstra megin í teiginn sem Neymar tók á móti, lagði fyrir sig og kom boltanum í netið.

Brasilíumaðurinn er með átta mörk og sex stoðsendingar í sjö leikjum á þessu tímabili og er nú fjórði markahæsti leikmaður PSG frá upphafi en aðeins Kylian Mbappe, Edinson Cavani og Zlatan Ibrahimovic hafa skorað fleiri mörk en hann.

PSG gat hæglega bætt við fleiri mörkum í leiknum. Lionel Messi átti meðal annars skalla í slá og þá kom Kylian Mbappe sér í kjörið tækifæri, en inn vildi boltinn ekki.

Brest fékk fullkomið tækifæri til að jafna metin þegar tuttugu mínútur voru eftir. Presnel Kimpembe braut á Noah Fadiga innan teigs og var það Islam Slimani sem fór á punktinn. Ítalski markvörðurinn Gianluigi Donnarumma sá við honum þar og hjálpaði sínu liði að taka öll stigin.

PSG er á toppnum með 19 stig eftir sjö leiki en Lens fylgir fast á eftir með 17 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner