Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 10. september 2022 11:40
Aksentije Milisic
Þórður Gunnar skrifaði undir nýjan samning við Fylki
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þórður Gunnar Hafþórsson, leikmaður Fylkis í Lengjudeildinni, hefur framlengt samning sinn við félagið en þessu greinir Hrafnkell Helgason, formaður meistaraflokksráðs Fylkis, frá á Twitter.


Þórður, sem er 21 árs gamall, er uppalinn á Ísafirði en hann gekk í raðir Fylkis árið 2020 en það sumar spilaði hann 17 leiki fyrir félagið í Pepsi Max deildinni.

Þórður hefur spilað alla leiki Fylkis í Lengjudeildinni á þessari leiktíð og óhætt er að segja að kappinn hefur átt gott sumar. Hann hefur sex sinnum verið valinn í lið umferðarinnar hjá Fotbolta.net.

Þórður á níu leiki að baki fyrir yngri landslið Íslands og hefur hann skorað eitt mark í þeim leikjum. Þá er hann kominn með fjögur mörk í Lengjudeildinni í sumar.

Fylkir er komið upp í Bestu deildina en liðið getur tryggt sér efsta sætið í Lengjudeildinni í dag með sigri á Þrótti Vogum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner