Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   þri 10. september 2024 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Biður stuðningsmenn afsökunar - Bauluðu á þjálfarann allan leikinn
Mynd: EPA

Stuðningsmenn Suður Kóreu bauluðu á landsliðsþjálfarann Hong Myung-bo í hvert sinn sem hann kom upp á stóra skjáinn eða nefndur í kynningunni fyrir leik gegn Palestínu í undankeppni HM á dögunum.


Hong er umdeildur valkostur í landsliðsstarfið, þar sem hann tók við stöðunni þrátt fyrir að hafa áður gefið til kynna að hann hygðist hafna tilboðinu þar sem hann var stjóri hjá suður kóreska liðsins Ulsan HD og vegna þess að tæknistjóri KFA, Lee Lim-saeng virtist fara framhjá öllum í ráðningateyminu og skipaði Hong upp á sínar eigin spýtur.

Leikurinn endaði með markalausu jafntefli.

Kim Min-jae, landsliðsmaður Suður Kóreu og leikmaður Bayern, var mjög reiður út í stuðningsmennina og lét þá heyra það fyrir framan nefið á þeim eftir leikinn. Hann hefur beðist afsökunnar en fordæmir hegðun þeirra.

„Mér fannst þetta ekki rangt hjá mér. Það er ekkert að mínu hugarfari en þetta er tækifæri til að skoða það hvernig ég á að tala við stuðningsmennina í framtíðinni. Ég sá fréttir að stuðningsmennirnir ætli ekki að baula aftur. Ég er þakklátur fyrir það. Ég viðurkenni að hegðunin mín var röng og ég er að hugleiða það," sagði Kim.


Athugasemdir
banner
banner
banner