Framtíð Ten Hag ákveðin í dag - Zubimendi til City - Liverpool horfir til Frankfurt - Sane aftur til Englands
banner
   þri 10. september 2024 12:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Horfa til framtíðar eftir frekar misheppnaðan glugga
Mynd: EPA
Newcastle mistókst að styrkja byrjunarliðið sitt í sumarglugganum, en nokkuð margar tilraunir voru gerðar til þess.

Newcastle reyndi að kaupa Marc Guehi í allt sumar en það tókst ekki, Crystal Palace sagði nei. Nottingham Forest sagði líka nei þegar tilboð bárust í Anthony Elanga.

Enskir fjölmiðlar hafa fjallað um núning milli stjórans Eddie Howe og Paul Mitchell sem tók við sem yfirmaður íþróttamála í sumar. Mitchell tók við af Dan Ashworth sem fór til Man Utd.

Howe virkaði pirraður á lélegum félagaskiptaglugga í sumar. Howe talaði um að hann þyrfti að finna fyrir stuðningi frá ráðamönnum og að geta unnið eins og hann vill vinna. Fjallað var um að Mitchell væri mögulega að íhuga sína framtíð, hvort það væri best fyrir sig og Newcastle að hann myndi stíga til hliðar.

En The Telegraph segir að ef einhver vandamál hafi verið, þá sé búið að leysa málin og verið sé að leggja grunn að því að styrkja liðið í janúar.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 7 6 0 1 13 2 +11 18
2 Man City 7 5 2 0 17 8 +9 17
3 Arsenal 7 5 2 0 15 6 +9 17
4 Chelsea 7 4 2 1 16 8 +8 14
5 Aston Villa 7 4 2 1 12 9 +3 14
6 Brighton 7 3 3 1 13 10 +3 12
7 Newcastle 7 3 3 1 8 7 +1 12
8 Fulham 7 3 2 2 10 8 +2 11
9 Tottenham 7 3 1 3 14 8 +6 10
10 Nott. Forest 7 2 4 1 7 6 +1 10
11 Brentford 7 3 1 3 13 13 0 10
12 West Ham 7 2 2 3 10 11 -1 8
13 Bournemouth 7 2 2 3 8 10 -2 8
14 Man Utd 7 2 2 3 5 8 -3 8
15 Leicester 7 1 3 3 9 12 -3 6
16 Everton 7 1 2 4 7 15 -8 5
17 Ipswich Town 7 0 4 3 6 14 -8 4
18 Crystal Palace 7 0 3 4 5 10 -5 3
19 Southampton 7 0 1 6 4 15 -11 1
20 Wolves 7 0 1 6 9 21 -12 1
Athugasemdir
banner
banner