Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
   þri 10. september 2024 08:00
Sölvi Haraldsson
Spennandi tímar hjá ÍR - „Tækifæri að stækka klúbbinn enn meira“
Lengjudeildin
Jóhann Birnir og Árni Freyr, þjálfarar ÍR.
Jóhann Birnir og Árni Freyr, þjálfarar ÍR.
Mynd: ÍR
Jóhann og Árni ásamt Axeli Kára Vignissyni, formanni knattspyrnudeildar ÍR.
Jóhann og Árni ásamt Axeli Kára Vignissyni, formanni knattspyrnudeildar ÍR.
Mynd: ÍR
Jóhann og Árni við AutoCenter-völlinn.
Jóhann og Árni við AutoCenter-völlinn.
Mynd: ÍR

Árni Freyr Guðnason og Jóhann Birnir Guðmundsson, þjálfarar ÍR, voru að skrifa undir nýjan tveggja ára samning við félagið. Eftir undirskriftina fóru þeir báðir í viðtal og ræddu nánar um framtíð liðsins.


Okkur líður mjög vel. Við tókum hérna yfir fyrir tveimur árum og höfum talað mikið um spennandi tíma hérna, það eru spennandi tímar hérna og það verður að halda því áfram.“ sagði Árni Freyr eftir undirskriftina.

Jóhann Birnir segir að tíminn hans sé búinn að vera góður í ÍR og hópurinn hefur tekið miklum framförum á hans tíma.

Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt og virkilega gaman að sjá hvað við erum búnir að taka miklum framförum síðan ég kom. Bara gaman.

Næsti leikur ÍR er gegn Aftureldingu sem er í lokaumferð Lengjudeildarinnar áður en umspilið hefst. Leikurinn er hálfgerður úrslitaleikur bæði fyrir ÍR og Aftureldingu en Árni er spenntur fyrir leiknum.

Við unnum þá síðast og þurfum að sigra leikinn til að komast í umspilið. Það er orðið okkar markmið núna eftir að hafa náð fyrsta markmiðinu. Það er spenningur í hópnum og þótt að við séum búnir að semja um áframhaldandi veru hérna ætlum við bara að koma okkur í umspilið og berjast um að koma okkur í efstu deild.

Hvað var það sem fékk þá til að vera áfram hjá ÍR eftir meira en tvö ár hjá félaginu?

Fyrir mitt leyti er það því þetta er skemmtilegt og gaman. Það er Lykilforsenda fyrir því að maður sé í þessu. Mér líður vel og samstarfið gengur vel með Árna, skemmtilegur hópur og gott fólk í kringum félagið. Bara tækifæri að stækka klúbbinn ennþá meira, fótboltalegaséð.“ sagði Jóhann Birnir.

Það er oft talað um þetta hugtak sem tveggja þjálfarateymi er. Oftar en ekki hefur það gengið illa og til skamms tíma í íslenska boltanum en Jói og Árni hafa náð góðum árangri saman og sjá enga ástæðu til að hætta að vinna saman.

Við þekkjum hvorn annan mjög vel og það hefur gengið mjög vel. Við höfum ekkert sest niður og skipt þessu á milli okkar, það hefur gerst sjálfkrafa, við vinnum þetta mjög vel saman og það gengur mjög vel.“ sagði Árni Freyr þegar hann var spurður út í samstarf hans með Jóhanni Birni.

Viðtalið við þá Árna og Jóa má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner