Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   þri 10. september 2024 08:00
Sölvi Haraldsson
Spennandi tímar hjá ÍR - „Tækifæri að stækka klúbbinn enn meira“
Lengjudeildin
Jóhann Birnir og Árni Freyr, þjálfarar ÍR.
Jóhann Birnir og Árni Freyr, þjálfarar ÍR.
Mynd: ÍR
Jóhann og Árni ásamt Axeli Kára Vignissyni, formanni knattspyrnudeildar ÍR.
Jóhann og Árni ásamt Axeli Kára Vignissyni, formanni knattspyrnudeildar ÍR.
Mynd: ÍR
Jóhann og Árni við AutoCenter-völlinn.
Jóhann og Árni við AutoCenter-völlinn.
Mynd: ÍR

Árni Freyr Guðnason og Jóhann Birnir Guðmundsson, þjálfarar ÍR, voru að skrifa undir nýjan tveggja ára samning við félagið. Eftir undirskriftina fóru þeir báðir í viðtal og ræddu nánar um framtíð liðsins.


Okkur líður mjög vel. Við tókum hérna yfir fyrir tveimur árum og höfum talað mikið um spennandi tíma hérna, það eru spennandi tímar hérna og það verður að halda því áfram.“ sagði Árni Freyr eftir undirskriftina.

Jóhann Birnir segir að tíminn hans sé búinn að vera góður í ÍR og hópurinn hefur tekið miklum framförum á hans tíma.

Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt og virkilega gaman að sjá hvað við erum búnir að taka miklum framförum síðan ég kom. Bara gaman.

Næsti leikur ÍR er gegn Aftureldingu sem er í lokaumferð Lengjudeildarinnar áður en umspilið hefst. Leikurinn er hálfgerður úrslitaleikur bæði fyrir ÍR og Aftureldingu en Árni er spenntur fyrir leiknum.

Við unnum þá síðast og þurfum að sigra leikinn til að komast í umspilið. Það er orðið okkar markmið núna eftir að hafa náð fyrsta markmiðinu. Það er spenningur í hópnum og þótt að við séum búnir að semja um áframhaldandi veru hérna ætlum við bara að koma okkur í umspilið og berjast um að koma okkur í efstu deild.

Hvað var það sem fékk þá til að vera áfram hjá ÍR eftir meira en tvö ár hjá félaginu?

Fyrir mitt leyti er það því þetta er skemmtilegt og gaman. Það er Lykilforsenda fyrir því að maður sé í þessu. Mér líður vel og samstarfið gengur vel með Árna, skemmtilegur hópur og gott fólk í kringum félagið. Bara tækifæri að stækka klúbbinn ennþá meira, fótboltalegaséð.“ sagði Jóhann Birnir.

Það er oft talað um þetta hugtak sem tveggja þjálfarateymi er. Oftar en ekki hefur það gengið illa og til skamms tíma í íslenska boltanum en Jói og Árni hafa náð góðum árangri saman og sjá enga ástæðu til að hætta að vinna saman.

Við þekkjum hvorn annan mjög vel og það hefur gengið mjög vel. Við höfum ekkert sest niður og skipt þessu á milli okkar, það hefur gerst sjálfkrafa, við vinnum þetta mjög vel saman og það gengur mjög vel.“ sagði Árni Freyr þegar hann var spurður út í samstarf hans með Jóhanni Birni.

Viðtalið við þá Árna og Jóa má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir