Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
   þri 10. september 2024 08:00
Sölvi Haraldsson
Spennandi tímar hjá ÍR - „Tækifæri að stækka klúbbinn enn meira“
Lengjudeildin
Jóhann Birnir og Árni Freyr, þjálfarar ÍR.
Jóhann Birnir og Árni Freyr, þjálfarar ÍR.
Mynd: ÍR
Jóhann og Árni ásamt Axeli Kára Vignissyni, formanni knattspyrnudeildar ÍR.
Jóhann og Árni ásamt Axeli Kára Vignissyni, formanni knattspyrnudeildar ÍR.
Mynd: ÍR
Jóhann og Árni við AutoCenter-völlinn.
Jóhann og Árni við AutoCenter-völlinn.
Mynd: ÍR

Árni Freyr Guðnason og Jóhann Birnir Guðmundsson, þjálfarar ÍR, voru að skrifa undir nýjan tveggja ára samning við félagið. Eftir undirskriftina fóru þeir báðir í viðtal og ræddu nánar um framtíð liðsins.


Okkur líður mjög vel. Við tókum hérna yfir fyrir tveimur árum og höfum talað mikið um spennandi tíma hérna, það eru spennandi tímar hérna og það verður að halda því áfram.“ sagði Árni Freyr eftir undirskriftina.

Jóhann Birnir segir að tíminn hans sé búinn að vera góður í ÍR og hópurinn hefur tekið miklum framförum á hans tíma.

Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt og virkilega gaman að sjá hvað við erum búnir að taka miklum framförum síðan ég kom. Bara gaman.

Næsti leikur ÍR er gegn Aftureldingu sem er í lokaumferð Lengjudeildarinnar áður en umspilið hefst. Leikurinn er hálfgerður úrslitaleikur bæði fyrir ÍR og Aftureldingu en Árni er spenntur fyrir leiknum.

Við unnum þá síðast og þurfum að sigra leikinn til að komast í umspilið. Það er orðið okkar markmið núna eftir að hafa náð fyrsta markmiðinu. Það er spenningur í hópnum og þótt að við séum búnir að semja um áframhaldandi veru hérna ætlum við bara að koma okkur í umspilið og berjast um að koma okkur í efstu deild.

Hvað var það sem fékk þá til að vera áfram hjá ÍR eftir meira en tvö ár hjá félaginu?

Fyrir mitt leyti er það því þetta er skemmtilegt og gaman. Það er Lykilforsenda fyrir því að maður sé í þessu. Mér líður vel og samstarfið gengur vel með Árna, skemmtilegur hópur og gott fólk í kringum félagið. Bara tækifæri að stækka klúbbinn ennþá meira, fótboltalegaséð.“ sagði Jóhann Birnir.

Það er oft talað um þetta hugtak sem tveggja þjálfarateymi er. Oftar en ekki hefur það gengið illa og til skamms tíma í íslenska boltanum en Jói og Árni hafa náð góðum árangri saman og sjá enga ástæðu til að hætta að vinna saman.

Við þekkjum hvorn annan mjög vel og það hefur gengið mjög vel. Við höfum ekkert sest niður og skipt þessu á milli okkar, það hefur gerst sjálfkrafa, við vinnum þetta mjög vel saman og það gengur mjög vel.“ sagði Árni Freyr þegar hann var spurður út í samstarf hans með Jóhanni Birni.

Viðtalið við þá Árna og Jóa má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 22 11 6 5 50 - 27 +23 39
2.    Keflavík 22 10 8 4 37 - 24 +13 38
3.    Fjölnir 22 10 7 5 34 - 28 +6 37
4.    Afturelding 22 11 3 8 39 - 36 +3 36
5.    ÍR 22 9 8 5 30 - 28 +2 35
6.    Njarðvík 22 8 9 5 34 - 29 +5 33
7.    Þróttur R. 22 8 6 8 37 - 31 +6 30
8.    Leiknir R. 22 8 4 10 33 - 34 -1 28
9.    Grindavík 22 6 8 8 40 - 46 -6 26
10.    Þór 22 6 8 8 32 - 38 -6 26
11.    Grótta 22 4 4 14 31 - 50 -19 16
12.    Dalvík/Reynir 22 2 7 13 23 - 49 -26 13
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner