Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 10. október 2019 14:30
Magnús Már Einarsson
Leið illa og byrjaði að drekka 13 ára - Náði að snúa blaðinu við
Timm Klose.
Timm Klose.
Mynd: Getty Images
Timm Klose, varnarmaður Norwich og svissneska landsliðsins, hefur opnað sig um erfiðleika sína í æsku. Hinn 31 árs gamli Klose var í lykilhlutverki þegar Norwich vann Champpionship deildina á síðasta tímabili en hann er á meiðslalistanum í augnablikinu.

Klose segist hafa byrjað að drekka áfengi þrettán ára gamall þar sem honum leið illa andlega.

„Ég endaði á að fara út í áfengið. Ég byrjaði að drekka þegar ég var 13 ára. Vinir mínir eru allir svolítið eldri en ég svo þeir voru að drekka, reykja og alls konar. Þetta var slæm hugmynd þá en ég gerði þetta," sagði Klose.

„Ég vildi alltaf verða fótboltamaður og ég var í unglingaliði FC Basel. Í lok árs var ég í vandræðum í skólanum."

„Það var búið að sparka mér út úr þremur mismunandi skólum og ég var yfirleitt fullur. Í hléum í skólanum þá fór ég út að reykja."

„Eina nóttina fékk ég næstum því hjartaáfall. Ég endaði á bekk í garði einhversstaðar nálægt læk og ég vissi ekkert hvar ég var. Ég var einn og þegar ég vaknaði um morguninn, ennþá fullur, þá hugsaði ég 'Allt í lagi, nú þarf ég að vakna af alvöru."


Klose kynntist eiginkonu sinni þegar hann var 16 ára gamall og eftir að andleg heilsa hans varð betri fór fótboltaferillinn á flug. Klose byrjaði hjá hugarþjálfara sem hann talar ennþá við í dag.

„Við tölum saman í hverri viku. Það er gott að tala við hlutlausann aðila. Einhvern sem er algjörlega hlutlaus og dæmir þig ekki en segir heldur ekki við þig 'allt verður í lagi."
Athugasemdir
banner
banner