Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 10. október 2021 11:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
KSÍ grípur til aðgerða í kjölfarið á ömurlegri mætingu
Icelandair
Birkir Bjarnason er fyrirliði í þessu verkefni. Hér er hann í leiknum gegn Armeníu. Fyrir aftan hann, tómar stúkur.
Birkir Bjarnason er fyrirliði í þessu verkefni. Hér er hann í leiknum gegn Armeníu. Fyrir aftan hann, tómar stúkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eins og fjallað hefur verið um, þá var mætingin ekki góð á leikinn gegn Armeníu á Laugardalsvelli síðasta föstudag.

Það voru 1697 áhorfendur á leiknum. Það eru ýmsar ástæður sem liggja að baki þessu; döpur stigasöfnun í riðlinum, íslenska haustveðrið, neikvæð umræða í tengslum við liðið og sitthvað fleira.

Í gegnum árangurinn magnaða frá 2011 til 2019, þá var stuðningurinn við liðið ótrúlegur og ein af ástæðum þess að liðinu gekk svona vel. Í dag er staðan önnur.

KSÍ hefur ákveðið að grípa til aðgerða. KSÍ ætlar að bjóða 16 ára og yngri ókeypis aðgang á leik Íslands og Liechtenstein, sem fram fer á Laugardalsvelli á morgun klukkan 18:45.

„KSÍ vill nota tækifærið og þakka þeim sem mættu á leik liðsins við Armeníu á föstudag kærlega fyrir komuna og ómetanlegan stuðning við ungt landslið Íslands. Vonandi sjá fleiri sér fært að mæta á leikinn við Liechtenstein á mánudag," segir í tilkynningu KSÍ.

Miðakaupendur sem þegar hafa keypt miða á leikinn fyrir 16 ára og yngri geta haft samband við [email protected] og haldið sínum miðum, en fengið kaupverðið endurgreitt. Fram þurfa að koma upplýsingar um kaupanda og númer miðapöntunar.

Hægt er að fá miða á Tix.is með því að smella hérna.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner