Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   sun 10. október 2021 08:30
Victor Pálsson
Lingard vongóður: Breytist vonandi á næstu vikum
Mynd: EPA
Jesse Lingard, leikmaður Manchester United, er vongóður um að fá fleiri tækifæri í byrjunarliðinu á næstu vikum.

Lingard hefur staðið sig nokkuð vel sem varamaður á leiktíðinni en hefur ekki náð að festa sig í sessi í byrjunarliði Ole Gunnar Solskjær.

Lingard er á óskalista nokkra liða fyrir janúar en West Ham hefur til að mynda áhuga á að fá hann aftur eftir lánsdvöl á síðasta tímabili.

Lingard vill fá að byrja leiki á Old Trafford en segist alltaf vera klár í slaginn þegar þörf er á honum að halda.

„Þú vilt fá að byrja leiki. Þegar ég kem inná er ég alltaf tilbúinn að spila, ég er alltaf tilbúinn þegar kallið kemur,“ sagði Lingard.

„Ég er að ganga í gegnum þetta þessa stundina en miðað við undanfarnar frammistöður þá sjáum við vonandi breytingar á næstu vikum.“

Athugasemdir
banner