Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   mán 10. október 2022 13:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Porto
Steini: Hún taldi það best fyrir alla að hún myndi stíga út úr þessu strax
Icelandair
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Elín Metta Jensen.
Elín Metta Jensen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þessir dagar hafa verið fínir og það hefur gengið vel. Við höfum náð að undirbúa okkur þokkalega held ég," segir Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, í samtali við Fótbolta.net.

Landsliðið kom til Porto í gærkvöldi eftir að hafa verið í æfingabúðum á Algarve í nokkra daga.

Á Algarve komst liðið að því að andstæðingurinn í umspilinu fyrir HM er Portúgal og því var flogið innanlands yfir til Porto þar sem liðið æfir á keppnisvellinum í dag.

Á morgun spilar Ísland einn sinn mikilvægasta leik í sögunni er við mætum Portúgal á útivelli. Þetta er hreinn úrslitaleikur þar sem sigurliðið kemur til með að vinna sér sæti á HM sem fram fer á næsta ári - eða þá inn í annað umspil sem fram fer í Nýja-Sjálandi í febrúar á næsta ári.

„Við komum hingað snemma í gær og höfum haft það 'nice'. Það er æfing seinnipartinn og núna er hafinn lokaundirbúningur fyrir leikinn á morgun."

Hann segir að staðan á hópnum sé fín en þó hafa komið upp veikindi og er landsliðsfyrirliðinn að glíma við veikindi þessa stundina.

Elín Metta hætt og Jasmín kom inn
Það var tilkynnt á dögunum að Elín Metta Jensen væri hætt í fótbolta, en hún var í upprunalega hópnum fyrir þennan leik. Hún hætti til að einbeita sér að öðrum verkefnum og var hugurinn ekki lengur við fótboltann.

Jasmín Erla Ingadóttir, markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar, kom inn í hópinn í hennar stað.

„Það kom mér á óvart að hún myndi hætta fyrir þennan leik. Hún taldi það best fyrir alla að hún myndi stíga út úr þessu strax. Jasmín hefur komið fínt inn í þetta og sýnt fína hluti."

Belgarnir ekki tilbúnir í bardagann
Portúgal vann heldur óvæntan sigur gegn Belgíu á dögunum en þær voru mun sterkari aðilinn í leiknum og var sigurinn mjög verðskuldaður. Úrslitin komu Steina ekki á óvart.

„Alls ekki. Portúgalska liðið er mjög agressívt og beinskeytt. Þú þarft að vera tilbúin í bardaga á móti þeim og mér fannst Belgarnir ekki vera það. Sóknarlega voru Belgarnir í vandræðum. Það vantaði tvo leikmenn sem eru framarlega hjá þeim og skipta miklu máli. Það hafði mikil áhrif," sagði Steini en allt viðtalið við hann má sjá hér að neðan þar sem hann ræðir meira um portúgalska liðið.

Við biðjumst velvirðingar á bílahljóðum í myndbandinu sem er í spilaranum hérna fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner