Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fim 10. október 2024 13:03
Hafliði Breiðfjörð
Albert Guðmundsson sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur
Albert Guðmundsson var sýknaður af nauðgunarákæru í hádeginu í dag.
Albert Guðmundsson var sýknaður af nauðgunarákæru í hádeginu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dómur var kveðinn upp í máli Albert Guðmundssonar nú í hádeginu en hann var þá sýknaður af ákæru um nauðgun. Hann hafði verið ákærður fyrir að brjóta á konu á þrítugsaldri á síðasta ári.

Þinghald fór fram í september og var lokað eins og venjan er í kynferðisbrotamálum. Albert mætti sjálfur fyrir Héraðsdóm 12. september.

Albert hefur alla tíð neitað sök í málinu og verjandi hans gerði það sömuleiðis fyrir hönd skjólstæðings síns þegar ákæran var þingfest í héraði 3. júlí í sumar.

Albert hefur ekki verið með íslenska landsliðinu í sumar og er ekki í yfirstandandi landsliðsverkefni. Á meðan mál hans hefur verið til meðferðar hjá dómstólum hefur Albert ekki verið valinn í landsliðið.

Hann gekk í raðir Fiorentina frá Genoa í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner