Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 10. nóvember 2020 13:30
Magnús Már Einarsson
Breskir leikmenn á Íslandi þurfa atvinnu og dvalarleyfi
Englendingar eru á leið úr EES.
Englendingar eru á leið úr EES.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ birti í gær frétt á heimasíðu sinni þar sem farið er yfir breytingar vegna útgöngu Bretlands úr EES.

Það hefur þau áhrif að leikmenn, þjálfarar og aðrir sem starfa við knattspyrnu og hafa breskt ríkisfang munu þurfa atvinnu- og dvalarleyfi hér á landi svo þeir megi starfa fyrir íslensk knattspyrnufélög frá og með 1. janúar 2021.

Þá þurfa íslenskir ríkisborgarar sem búa í Bretlandi og starfa þar að skrá sig hjá breskum stjórnvöldum sem fyrst.

Fréttin á heimasíðu KSÍ
KSÍ vill koma þeim skilaboðum áleiðis til íslenskra ríkisborgara, sem búa í Bretlandi og hyggjast dveljast þar áfram eftir 31. desember 2020, að skrá sig hjá breskum stjórnvöldum sem fyrst, til að tryggja réttindi sín samkvæmt útgöngusamningi EFTA-ríkjanna innan EES og Bretlands. Beinir KSÍ þessum skilaboðum sérstaklega til íslenskra leikmanna, þjálfara og annarra sem starfa í Bretlandi við knattspyrnu með einum eða öðrum hætti.

Af vef Stjórnarráðsins: Frá og með 1. janúar 2021 munu reglur Evrópska efnahagssvæðisins (EES) um frjálsa för fólks ekki lengur gilda um Bretland. Íslendingar sem flytja til Bretlands eftir það þurfa því að sækja um vegabréfsáritun og uppfylla ákveðin skilyrði samkvæmt nýju innflytjendakerfi breskra stjórnvalda, til að fá að dvelja í landinu. Áfram verður heimilt að heimsækja Bretland án vegabréfsáritunar.

Á þessari vefslóð má nálgast frétt utanríkisráðuneytisins frá 6. október, þar sem Íslendingar í Bretlandi voru hvattir til að tryggja rétt sinn til búsetu fyrir áramót.

Góðar upplýsingar á heimasíðu sendiráðsins í London er að finna undir þessum hlekk.

Rétt er að geta þess að útganga Bretlands úr EES hefur einnig þau áhrif að leikmenn, þjálfarar og aðrir sem starfa við knattspyrnu og hafa breskt ríkisfang munu þurfa atvinnu- og dvalarleyfi hér á landi svo þeir megi starfa fyrir íslensk knattspyrnufélög frá og með 1. janúar 2021.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner