Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   fös 10. nóvember 2023 15:16
Elvar Geir Magnússon
Gylfi meiddur og verður ekki með landsliðinu - Andri Lucas kemur inn
Gylfi verður ekki með Íslandi í komandi leikjum.
Gylfi verður ekki með Íslandi í komandi leikjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Lucas kemur inn í A-landsliðið.
Andri Lucas kemur inn í A-landsliðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki með íslenska landsliðinu í komandi landsleikjum gegn Slóvakíu og Portúgal vegna meiðsla. Í hans stað hefur Andri Lucas Guðjohnsen, liðsfélagi hans hjá Lyngby í Danmörku, verið kallaður upp í hópinn.

Ísland mætir Slóvakíu í Bratislava þann 15. nóvember næstkomandi og Portúgal í Lissabon 19. nóvember en þetta eru síðustu leikir strákanna okkar í riðlinum í undankeppni EM.

Ísland er í fjórða sæti riðilsins með 10 stig þegar tveir leikir eru eftir. Portúgal hefur þegar tryggt sér efsta sæti riðilsins og hefur unnið alla átta leiki sína til þessa. Slóvakía er í öðru sæti riðilsins með 16 stig.

Andri Lucas var upphaflega valinn í U21 landsliðshópinn en eftir meiðsli Gylfa þá færist hann upp í A-landsliðið.

Gylfi hefur spilað sex leiki með Lyngby síðan hann tók fótboltaskóna fram að nýju og skorað tvö mörk, bæði í danska bikarnum.

Í síðasta landsleikjaglugga sló Gylfi markamet landsliðsins er hann skoraði tvö mörk í 4-0 sigri gegn Liechtenstein. Leikurinn var fyrsti byrjunarliðsleikur Gylfa frá nóvember 2020.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner