Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
   þri 10. desember 2019 13:00
Elvar Geir Magnússon
Pellegrini líklega rekinn ef illa fer á laugardag
Manuel Pellegrini verður líklega rekinn úr stjórastólnum hjá West Ham United ef liðið tapar gegn Southampton um komandi helgi. Þetta segir The Express.

Wet Ham er í 16. sæti, einu stigi fyrir ofan fallsæti í ensku úrvalsdeildinni, og margir eru á þeirri skoðun að liðið sé ekki á neinni vegferð undir Pellegrini.

Æðstu menn West Ham hafa fundað um stöðu mála og rætt um hvort rétt sé að reka Pellegrini.

West Ham komst yfir gegn Arsenal í gær en fékk á sig þrjú mörk í seinni hálfleik.

Unai Emery og Quique Sanchez Flores misstu sín störf fljótlega eftir að hafa mistekist að leggja Southampton og sömu örlög gætu beðið Pellegrini.

Framfarir West Ham undir stjórn Pellegrini hafa ekki verið neinar og talað er um að forráðamenn félagsins gætu reynt að fá Eddie Howe, stjóra Bournemouth, til að taka við.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner
banner