Viðræður við Vinicius - Isak spenntur fyrir Liverpool - United fylgist með Delap - Arsenal bíður til sumars
   sun 10. desember 2023 18:08
Ívan Guðjón Baldursson
Moyes: Orkan búin eftir sigurinn gegn Tottenham
Mynd: EPA
David Moyes var svekktur eftir 5-0 tap West Ham United í Lundúnaslag gegn Fulham í dag.

Moyes segir að bensínið á tanki leikmanna sinna væri algjörlega á þrotum eftir þétt og erfitt leikjaprógram.

„Sigurinn gegn Tottenham í vikunni gerði strákunum erfitt fyrir. Við notuðum of mikla orku í þeim leik, en það er ekkert sem afsakar svona stórt tap. Strákarnir eru að þrotum komnir, bæði andlega og líkamlega. Þegar allt kemur til alls þá erum við sáttir með þrjú stig úr þessum tveimur leikjum," sagði Moyes að leikslokum.

„Við gáfum allt sem við áttum í dag, við áttum bara ekki meira en þetta. Við áttum lélegan leik og vorum orkulausir gegn sterkum andstæðingum sem áttu mjög góðan leik. Núna þurfum við að safna kröftum fyrir leikinn gegn Freiburg á fimmtudaginn."

Hamrarnir berjast við þýska félagið Freiburg um toppsæti A-riðils Evrópudeildarinnar. Lærisveinum Moyes nægir jafntefli á heimavelli til að tryggja sér toppsætið.

„Við þurfum að eiga mikið betri leik þá heldur en við áttum í dag."

West Ham er um miðja enska úrvalsdeild, með 24 stig eftir 16 umferðir.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 24 17 6 1 58 23 +35 57
2 Arsenal 24 14 8 2 49 22 +27 50
3 Nott. Forest 24 14 5 5 40 27 +13 47
4 Chelsea 24 12 7 5 47 31 +16 43
5 Man City 24 12 5 7 48 35 +13 41
6 Newcastle 24 12 5 7 42 29 +13 41
7 Bournemouth 24 11 7 6 41 28 +13 40
8 Aston Villa 24 10 7 7 34 37 -3 37
9 Fulham 24 9 9 6 36 32 +4 36
10 Brighton 24 8 10 6 35 38 -3 34
11 Brentford 24 9 4 11 42 42 0 31
12 Crystal Palace 24 7 9 8 28 30 -2 30
13 Man Utd 24 8 5 11 28 34 -6 29
14 Tottenham 24 8 3 13 48 37 +11 27
15 Everton 24 6 9 9 25 30 -5 27
16 West Ham 24 7 6 11 29 46 -17 27
17 Wolves 24 5 4 15 34 52 -18 19
18 Leicester 24 4 5 15 25 53 -28 17
19 Ipswich Town 24 3 7 14 22 49 -27 16
20 Southampton 24 2 3 19 18 54 -36 9
Athugasemdir
banner
banner
banner