Diaz, Salah, Gallagher, Jorginho, Greenwood, Cancelo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 10. desember 2023 20:24
Ívan Guðjón Baldursson
Postecoglou: Sést að Newcastle eru búnir með bensínið
Mynd: EPA
Ange Postecoglou var kátur eftir góðan 4-1 sigur Tottenham gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Tottenham var talsvert sterkara liðið á vellinum og verðskuldaði sigurinn fyllilega.

„Strákarnir spiluðu frábæran leik í dag. Sonny (Son Heung-min) var stórkostlegur og frammistaða hans smitaði útfrá sér til liðsfélaganna. Það er mikilvægt að leiðtogarnir taki frumkvæðið eins og hann gerði í dag," sagði Postecoglou. „Við hefðum getað unnið þennan leik enn stærra, sóknarleikurinn var stórkostlegur."

Þetta var fyrsti sigur Tottenham síðan 27. október, en liðið hafði tapað fjórum leikjum og gert eitt jafntefli síðan þá.

„Við erum búnir að vera að fá leikmenn aftur úr meiðslum og það sést á Newcastle að þeir eru búnir með bensínið. Þeir eru að glíma við mikið af meiðslum en við erum nýbúnir að fara í gegnum þannig kafla. Við vonumst til að lenda ekki aftur í svipuðum aðstæðum. Það var mikilvægt að fá Richarlison og Cristian (Romero) aftur.

„Það þarf engan vísindamann til að greina að okkur byrjaði að ganga illa þegar við misstum lykilmenn í meiðsli. Við höfum verið ótrúlega óheppnir með meiðsli og ég hef líklega verið of harður við strákana sem voru eftir við fulla heilsu. Newcastle er eina félagið sem hefur þurft að glíma við meiðslavandræði af sömu stærðargráðu og við á þessari leiktíð."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner