Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
banner
   mið 10. desember 2025 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Kári og Aron Snær.
Kári og Aron Snær.
Mynd: Víkingur
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Kári Árna hringdi og sagði að hann hefði áhuga, mér leist mjög vel á það frá upphafi og lét vaða. Það er mjög spennandi að vera orðinn leikmaður Víkings, þetta er stórt og mikið félag sem er búið að vera á toppnum í íslenskum fótbolta núna í smá tíma," segir Aron Snær Friðriksson sem samdi við Víking í lok síðasta mánaðar.

Markmaðurinn kemur til Íslandsmeistaranna eftir tvö tímabil með Njarðvík í Lengjudeildinni.

„Árin í Njarðvík voru æðisleg, frábær tími. Það var gaman að hjálpa Njarðvík að byggja upp fótboltann, voru svolítið búnir að flakka á milli Lengjudeildarinnar og 2. deildar, vonandi klára þeir verkefnið næsta sumar og fara í Bestu deildina. Þetta voru mjög mikil vonbrigði í haust (að fara ekki upp), maður er ennþá smá svekktur að hafa ekki náð að klára þetta."

Aroni langaði aftur í Bestu deildina, en hann spilaði í henni 2018-23, fyrst með Fylki og svo KR. „Ég fann alveg að það var innistæða fyrir því og það væri eitthvað sem mig langaði að gera."

„Það var í rauninni löngu ákveðið, ég fann það seinna árið í Njarðvík að mig langaði aftur upp í Bestu, finnst það skemmtilegri fótbolti og meiri áskorun fyrir mig."


Ekki endilega stórkostleg keppni við hvorn annan
Hjá Víkingi er einn allra besti markmaður landsins, Ingvar Jónsson, en hann hefur verið aðalmarkmaður liðsins síðustu sex tímabil.

„Þetta er bara samkeppni, eins og í öðrum stöðum í fótbolta þá er það sá sem æfir best sem spilar. Svo kemur bara í ljós, við erum bara á samningi hjá Víkingi til að vinna leiki fyrir Víking, ekki endilega í stórkostlegri keppni við hvorn annan. Maður gerir bara sitt besta og sér hvort maður fær að spila."

Svo kom símtalið frá Kára
Aron Snær virtist á leið í Þrótt Reykjavík og sagan var á þá leið að hann hefði ætlað að skrifa undir í Laugardalnum þegar símtalið kom frá Kára Árnasyni, yfirmanni fótboltamála hjá Víkingi.

„Ég var nálægt því að fara í Þrótt, fyrstu grunnforsendurnar sem ég setti voru þær að ég ætlaði að vera í bænum, ég bý í bænum og krefjandi að vera alltaf að keyra á milli. Venni (Sigurvin Ólafsson þjálfari Þróttar) sýndi snemma áhuga á mér og ég sagði honum strax að ef það kæmi eitthvað í Bestu þá færi ég í Bestu, en ef ég væri ekki að finna neitt þá myndi ég koma til hans. Ég stóð við það, þetta var mjög nálægt því að gerast, Þróttur er með mjög skemmtilegt og stórt verkefni, maður hefur séð þá fylla í skörðin síðustu daga og eru til alls líklegir, en ég var búinn að segja þeim að ef það kæmi tækifæri í Bestu deildinni sem mér myndi lítast á, þá færi ég í það."

„Samtalið við Þrótt var komið mjög langt, svo hringir bara Kári Árna og þú ert að tala um svolítið annað kalíber. Víkingur er svolítið stórt, verkefnið var stórt og spennandi og ég lét vaða mjög hratt."

„Næsta tímabil leggst mjög vel í mig, ég er mjög spenntur. Verkefnið hjá Víkingi er að vinna þessa titla á Íslandi, gera hluti í Evrópu og mig langar að vera með í því,"
segir Aron Snær.

Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner