mán 11. janúar 2021 20:11
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Langþráður sigur Getafe
Leikmenn Getafe fagna marki Marc Cucurella í kvöld
Leikmenn Getafe fagna marki Marc Cucurella í kvöld
Mynd: Getty Images
Elche 1 - 3 Getafe
1-0 Raul Guti ('4 )
1-1 Marc Cucurella ('39 )
1-2 Jaime Mata ('69 )
1-3 Angel Rodriguez ('86 , víti)
Rautt spjald: Ivan Marcone, Elche ('52)

Getafe vann Elce 3-1 í spænsku deildinni í kvöld en liðið hafði ekki unnið í síðustu fjórum leikjum sínum fram að þessum leik.

Raul Guti kom heimamönnum í Elche yfir á 4. mínútu áður en Marc Cucurella jafnaði leikinn undir lok fyrri hálfleiks.

Ivan Marcone, miðjumaður Elche, fékk að líta rauða spjaldið á 52. mínútu og nýttu leikmenn Getafe sér liðsmuninn.

Jaime Mata kom Getafe yfir á 69. mínútu áður en Angel Rodriguez gulltryggði sigurinn með marki úr vítaspyrnu á 86. mínútu. Lokatölur 3-1 fyrir Getafe sem er í tólfta sæti með 20 stig á meðan Elche er í átjánda sæti með 16 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner