Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 11. janúar 2022 11:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heiður að vera með Valdimar í liði - „Vonandi verður hann bara áfram"
Ari Leifsson
Ari Leifsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gæti spilað sinn annan landsleik á morgun
Gæti spilað sinn annan landsleik á morgun
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valdimar þurfti að þola að vera mikið á bekknum á síðasta tímabili.
Valdimar þurfti að þola að vera mikið á bekknum á síðasta tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ari Leifsson gekk í raðir Strömsgodset frá Fylki fyrir tímabilið 2020. Ari er 23 ára miðvörður sem er hluti af íslenska landsliðinu sem mætir Úganda á morgun.

Sjá einnig:
Vonast til að vera í byrjunarliðinu - „Held að allir hugsi það"

Allt annar pakki
Ari var spurður út í tíma sinn hjá Strömsgodset til þessa.

„Þetta hefur verið svolítið hægt og bítandi. Fyrst þegar ég kem út þá spilaði ég svolítið mikið til að byrja með, glími svo meiðsli og dett út. Ég þurfti að vinna mig aftur inn í liðið. Svo byrja ég tímabilið núna og er þá mikið á bekknum þangað til á miðju tímabil þegar ég vann mig inn í liðið. Eftir það gekk allt mjög vel. Maður er búinn að læra af því, þetta er allt annar pakki sem maður er að fara út í og maður er orðinn reynslunni ríkari núna," sagði Ari.

Myndiru segja að þjálfaraskiptin snemma á síðasta ári hafi hjálpað þinni stöðu hjá félaginu?

„Ég veit það ekki alveg, það er erfitt að segja. Hinn þjálfarinn fékk mig til Strömsgodset. Hann hafði sín plön fyrir mann þannig ég veit það ekki. Ég held að það sé bara 50:50."

Sjá einnig:
Ari: Partur af leiknum og maður verður að díla við það (27. mars '21)

Vill alltaf hafa Valdimar í sínu liði
Út í Valdimar Þór Ingimundarson, liðsfélaga þinn í Noregi og núna í þessum landsliðshópi. Staða hans hjá félaginu er kannski ekki alveg jafn góð. Hvernig horfir hans staða við þér?

„Það er allt undir honum komið hvað hann vill gera. Það kemu bara í ljós. Ég vil alltaf hafa hann í mínu liði en þetta er undir honum komið."

Hvernig hefur verið að hafa hann í þínu liði? „Geggjað, það er heiður. Við byrjuðum eiginlega á sama tíma í meistaraflokki Fylkis og erum búnir að spila saman upp alla yngri flokkana. Það var algjör snilld að eiga frábæran vin með sér í Noregi og ganga í gegnum þetta saman. Þetta endaði samt eiginlega alltaf á því að annar hvor okkar var að spila sem var kannski það leiðinlegasta við það. Það var algjör snilld að við gátum verið þarna saman og vonandi verður hann bara áfram."

Hefuru tekið eftir einhverjum breytingum á honum eftir að hann fór á bekkinn?

„Hann er fagmaður í því sem hann gerir, leggur sig alltaf fram sama hvað. Það er frábær eiginleiki hjá honum."

Vonar að Fylkir fari upp aftur
Hvernig var að fylgjast með síðasta tímabili Fylkis frá Noregi?

„Auðvitað var það ekki skemmtilegt, manni þykir mjög vænt um félagið. Síðasta tímabil var ekki nógu gott og liðið fór niður. Það þarf bara að gera betur, ég held að liðið sé á góðri leið og vona að Fylkir komist upp aftur."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner