Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   sun 11. febrúar 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Bragi Bergmann sæmdur gullmerki KSÍ
Mynd: KSÍ
Klara Bjartmarz, fráfarandi framkvæmdastýra KSÍ, afhenti Braga Bergmann gullmerki KSÍ á ráðstefnu landsdómara síðastliðna helgi.

Bragi fær gullmerkið fyrir 50 ára starf í þágu knattspyrnuhreyfingarinnar.

Bragi starfaði sem dómari í íslenska boltanum í mörg ár og var um árabil alþjóðlegur dómari fyrir Íslands hönd. Auk þess hefur hann gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir KSÍ, þar sem hann hefur átt sæti í dómaranefnd knattspyrnusambandsins og unnið við eftirlitsstörf á KSÍ leikjum.

Bragi starfar sem eftirlitsmaður hjá KSÍ í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner