Man Utd vill bakvörð Barcelona - Newcastle reynir við kantmann Malaga - Man Utd og Chelsea hafa áhuga á Delap
   þri 11. febrúar 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin í dag - Risaslagur í Manchester
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Það fara fjórir leikir fram í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld þar sem nokkur stórveldi mæta til leiks.

Veislan hefst klukkan 17:45 þegar Brest tekur á móti Paris Saint-Germain í frönskum slag en Brest hefur ekki tekist að sigra neinn af síðustu 24 leikjum sínum gegn PSG. PSG sigraði 20 og enduðu 4 með jafntefli.

Manchester City mætir svo Real Madrid í stórleik kvöldsins klukkan 20:00 og eru liðin að mætast fjórða árið í röð í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Þetta er jafnframt í fimmta sinn á sex árum sem liðin eigast við. Man City hefur haft betur í tvígang og Real Madrid í tvígang.

Ítalska stórveldið Juventus spilar svo við PSV Eindhoven á meðan Sporting CP mætir Borussia Dortmund, sem fór alla leið í úrslitaleikinn í fyrra, í gífurlega spennandi slag.

Leikir kvöldsins
17:45 Brest - PSG
20:00 Man City - Real Madrid
20:00 Juventus - PSV
20:00 Sporting - Dortmund
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner