Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 11. mars 2024 21:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Nóel Atli lék sinn fyrsta deildarleik - „Meira en klár í þetta"
Sautján ára gamall!
Sautján ára gamall!
Mynd: AaB
Lék í bikarnum fyrir áramót.
Lék í bikarnum fyrir áramót.
Mynd: AaB
Álaborg er á toppi B-deildarinnar.
Álaborg er á toppi B-deildarinnar.
Mynd: AaB
Unglingalandsliðsmaðurinn Nóel Atli Arnórsson byrjaði sinn fyrsta deildarleik fyrir Álaborg í gær. Nóel er miðvörður sem hafði fyrr í vetur leikið með liðinu í bikarnum og verið á bekknum í deildinni.

Álaborg vann nágranna sína í Vendsyssel í sjö marka leik, 4-3, og lék Nóel allan tímann í hjarta varnarinnar hjá toppliðinu. Álaborg er með tveggja stiga forskot á Sönderjyske í B-deildinni og svo kemur Vendsyssel ellefu stigum á eftir. Staðan er því góð upp á sæti í Superliga á næsta tímabili.

Nóel var til viðtals fyrr í vetur og má nálgast það viðtal hér fyrir ofan. En hér að neðan eru hans svör við spurningum sem tengjast fyrsta deildarleiknum.

„Mér leið mjög vel þegar ég vissi að ég væri að fara spila. Ég er búinn að berjast fyrir þessu tækifæri svo ég var meira en klár í þetta. Mig grunaði að ég myndi byrja þremur dögum fyrir leik þegar þjálfarinn setti upp lið fyrir taktíska æfingu. Þar var ég í liði með öllum byrjunarliðsmönnunum," sagði Nóel.

„Undirbúningurinn var ekkert öðruvísi þó að ég væri að fara byrja leikinn. Ég er sjálfur með rútínu sem ég fylgi fyrir leiki og hún er alltaf sú sama, sama hvort ég byrja inn á eða ekki."

„Þetta var alvöru nágranna- og toppslagur með mikið af einvígum og harkan var mikil. Þetta var jafn leikur þar sem bæði lið áttu sína góðu kafla. Mér fannst ég bara vera 'rock solid' og er ánægður með mína frammistöðu í leiknum. Og ég er gríðarlega sáttur með að vinna leikinn."


Hvernig var að fagna sigri í fyrsta byrjunarliðsleiknum í deildinni?

„Það var stórkostlegt að vinna leikinn og ennþá skemmtilegra að fagna með liðinu eftir svona háspennuleik."

„Eftir leikinn komu margir og óskuðu mér til hamingju með leikinn og svo fékk ég heiðurinn að byrja sigurlagið í klefanum."


Það voru sjö mörk skoruð í leiknu, var þetta bara endanna á milli allan tímann?

„Eins og ég sagði þá var þetta mjög jafn leikur þangað til að þeir komust yfir í 2-3. Eftir það vorum við meira með boltann og sköpuðum okkur góð færi. Að lokum var þetta mikið ´end to end', þar sem bæði lið reyndu að sækja 3 punkta."

Álaborg jafnaði leikinn í 3-3 á 80. mínútu og sigurmarkið kom á þriðju mínútu uppbótartíma. Hvernig var andrúmsloftið á vellinum?

„Það varð allt tryllt á vellinum þegar við komumst yfir. Ég tók sprettinn upp völlinn til að fagna með hinum og fagnaði eins og brjálæðingur," sagði Nóel að lokum.




Athugasemdir
banner