Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur, Grindavík/Njarðvík, hefur heldur betur fengið liðsstyrk fyrir komandi átök í Lengjudeild kvenna því bandaríski sóknarmaðurinn Brookelynn Entz er búin að skrifa undir samning sem gildir út komandi tímabil.
Brookelynn er á leið í sitt fjórða tímabil á Íslandi en hún kom fyrst til landsins árið 2022 og lék þá með Val. Hún hefur svo síðustu tvö ár spilað með HK í Lengjudeildinni, skoraði tíu mörk 2023 og 13 mörk 2024.
Hún er sóknarsinnaður miðjumaður, fædd árið 1998, og getur spilað allar sóknarstöðurnar.
Brookelynn er á leið í sitt fjórða tímabil á Íslandi en hún kom fyrst til landsins árið 2022 og lék þá með Val. Hún hefur svo síðustu tvö ár spilað með HK í Lengjudeildinni, skoraði tíu mörk 2023 og 13 mörk 2024.
Hún er sóknarsinnaður miðjumaður, fædd árið 1998, og getur spilað allar sóknarstöðurnar.
Entz er fjórði erlendi leikmaðurinn til að ganga í raðir félagsins í vetur. Hún er ekki komin með leikheimild en þau eru mál eru í vinnslu.
Danai Kaldaridou er grískur miðjumaður, fædd 1997, sem spilaði síðast í Sviss. Bandaríski varnarmaðurinn Emma Nicole Phillips er einnig komin til félagsins ásamt mexíkóska markmanninum María Martínez.
Þá eru þær Irma Rún Blöndal, Ástrós Anna Ólafsdóttir og Gabríela Þórunn Gísladóttir búnar frá Keflavík, Anna Rakel Snorradóttir er komin frá ÍH, Eydís María Waagfjörð frá Álftanesi og Ingibjörg Erla Sigurðardóttir frá Stjörnunni.
Njarðvík hefur ekki verið með kvennalið í deildarkeppni en ákveðið var síðasta haust að sameina kvennalið Grindavíkur og Njarðvíkur. Þjálfari liðsins er Gylfi Tryggvason. Fyrsti leikur liðsins í Lengjudeildinni fer fram á Rafholtsvellinum í Njarðvík þann 3. maí þegar ÍBV mætir í heimsókn.
Athugasemdir