Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
   þri 11. mars 2025 10:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
ÍA fengið nokkur tilboð í Hinrik og von er á fleirum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinrik Harðarson, leikmaður ÍA, gæti verið á leið í atvinnumennsku en áhuginn á honum er frá Skandinavíu. Fótbolti.net greindi frá því í síðasta mánuði að norska félagið Odd hefði áhuga á honum.

Það hafa borist nokkur tilboð í Hinrik en til þessa hefur ekkert samkomulag náðst.

„Við eigum von á því að fleiri tilboð berist í leikmanninn á næstu dögum," segir Ingimar Elí Hlynsson, framkvæmdastjóri ÍA, við Fótbolta.net.

Hinrik er framherji sem fæddur er árið 2004 og lék sitt fyrsta tímabil í efstu deild síðasta sumar eftir að hafa komið frá Þrótti til ÍA.

Hann skoraði sjö mörk í Bestu deildinni síðasta sumar og eitt í bikarnum. Hann hefur verið funheitur í vetur og skoraði fjögur mörk í Lengjubikarnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner