Manchester City hefur rekið Gareth Taylor sem þjálfara kvennaliðs félagsins. Á laugardaginn leikur liðið gegn Chelsea í úrslitaleik deildabikarsins.
City missti af enska meistaratitlinum í fyrra á markatölu og er sem stendur tólf stigum frá ríkjandi meisturum Chelsea.
City missti af enska meistaratitlinum í fyrra á markatölu og er sem stendur tólf stigum frá ríkjandi meisturum Chelsea.
Taylor vann síðasta leik sinn með stjórnartaumana, þegar City vann Aston Villa 2-0 og komst í undanúrslit FA-bikars kvenna.
Í tilkynningu frá City segir hinsvegar að úrslitin á þessu tímabili hafi ekki staðist þær miklu kröfur sem gerðar eru til liðsins.
City hefur tapað fjórum af sextán deildarleikjum og er stigi frá Meistaradeildarsæti.
Taylor tók við City árið 2020 en hann tók þá við af Nick Cushing sem snýr nú aftur og mun stýra liðinu út þetta tímabil.
Athugasemdir