Greenwood orðaður við Liverpool - Bournemouth vill Nwaneri lánaðan - Glasner ræðir við Palace áður en hann tekur ákvörðun
   fim 11. apríl 2024 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Fólk verði að hætta tala um hann sem bara bestu kaup tímabilsins"
Alexis Mac Allister.
Alexis Mac Allister.
Mynd: Liverpool
Það er vel hægt að færa rök fyrir því að Alexis Mac Allister, miðjumaður Liverpool sé einn af leikmönnum tímabilsins í enska boltanum. Hann hefur átt frábært tímabil eftir að hann var keyptur frá Brighton síðasta sumar.

Það var rætt um Mac Allister og frammistöðu hans í Enski boltinn hlaðvarpinu í síðustu viku.

„Að mínu viti held ég að fólk verði að hætta tala um hann sem bara bestu kaup tímabilsins og líta á hann öðrum augum. Mögulega sem einn af bestu leikmönnum tímabilsins," sagði Hrafn Kristjánsson, körfuboltaþjálfari og mikill stuðningsmaður Liverpool, í þættinum.

„Það er ekki bara metið út frá mörkum og stoðsendingum sem hafa verið að hrynja inn núna. Hann steig inn í vanmetið hlutverk sem varnartengiliður þegar þann leikmann vantaði. Hann var að búa til fullmótaðan varnartengilið úr sjálfum sér þegar hann hvarf úr því hlutverki."

„Það er hægt að telja marga upp en hann er helsta ástæða þess að Liverpool er við toppinn þrátt fyrir þessi meiðslavandræði," sagði Hrafn.

Rætt var um hvaða leikmenn koma til greina sem kaup tímabilsins en þar voru Declan Rice úr Arsenal og Cole Palmer úr Chelsea einnig nefndir.

„Ég myndi segja Cole Palmer," sagði Hrafn en Chelsea væri líklega í fallbaráttu ef ekki fyrir Palmer. „Hann er að spila miðjumann/sóknarmörk og er með fullt af mörkum og stoðsendingum."

„Hvar væri þetta lið án hans?" sagði Sæbjörn Steinke í þættinum.
Enski boltinn - Ekki bara bestu kaup tímabilsins
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 20 15 3 2 40 14 +26 48
2 Man City 21 13 4 4 45 19 +26 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 20 10 4 6 32 28 +4 34
5 Brentford 21 10 3 8 35 28 +7 33
6 Newcastle 21 9 5 7 32 27 +5 32
7 Man Utd 21 8 8 5 36 32 +4 32
8 Chelsea 21 8 7 6 34 24 +10 31
9 Fulham 21 9 4 8 30 30 0 31
10 Sunderland 21 7 9 5 21 22 -1 30
11 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Crystal Palace 21 7 7 7 22 23 -1 28
14 Tottenham 21 7 6 8 30 27 +3 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 21 5 7 9 29 37 -8 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 21 3 4 14 22 41 -19 13
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner
banner