Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
   fim 11. apríl 2024 19:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Krummi með slitið krossband - „Nú er bara að koma grjótharður til baka"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag fékk Hrafn Tómasson tíðindin sem margir óttuðust að hann fengi. Hann er með slitið krossband og spilar því ekki meira á þessu tímabili.

Krummi, eins og hann er oftast kallaður, sleit krossband í byrjun seinni hálfleiks þegar KR mætti Fylki á Würth vellinum á sunnudag.

Atvikið lét mjög illa út séð úr stúkunni og niðurstaðan var sú sem óttast var - krossbandið slitið.

Krummi,ö staðfesti tíðindin við Fótbolta.net og segir að framundan sé aðgerð í byrjun maí.

„Þetta er högg en nú er bara að koma grjótharður til baka," segir Krummi.

Hann er tvítugur miðjumaður sem lék sína fyrstu leiki með uppeldisfélaginu í fyrra. Hann fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína í vetur og voru KR-ingar spenntir að sjá hvernig hann myndi standa sig í sumar.
Athugasemdir
banner
banner