Í dag fékk Hrafn Tómasson tíðindin sem margir óttuðust að hann fengi. Hann er með slitið krossband og spilar því ekki meira á þessu tímabili.
Krummi, eins og hann er oftast kallaður, sleit krossband í byrjun seinni hálfleiks þegar KR mætti Fylki á Würth vellinum á sunnudag.
Krummi, eins og hann er oftast kallaður, sleit krossband í byrjun seinni hálfleiks þegar KR mætti Fylki á Würth vellinum á sunnudag.
Atvikið lét mjög illa út séð úr stúkunni og niðurstaðan var sú sem óttast var - krossbandið slitið.
Krummi,ö staðfesti tíðindin við Fótbolta.net og segir að framundan sé aðgerð í byrjun maí.
„Þetta er högg en nú er bara að koma grjótharður til baka," segir Krummi.
Hann er tvítugur miðjumaður sem lék sína fyrstu leiki með uppeldisfélaginu í fyrra. Hann fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína í vetur og voru KR-ingar spenntir að sjá hvernig hann myndi standa sig í sumar.
Athugasemdir