Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
   fim 11. apríl 2024 11:30
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu ótrúlegt innkast úr grannaslag Englands og Írlands
Mynd: EPA
England vann dýrmætan sigur gegn Írlandi í undankeppni fyrir EM á þriðjudaginn þar sem lokatölur urðu 0-2 eftir mörk frá Lauren James og Alex Greenwood.

Þær ensku lentu ekki í vandræðum gegn nágrannaþjóð sinni en þær írsku fengu þó fín hálffæri í leiknum.

Það sem vakti mesta athygli áhorfenda í þessum grannaslag voru eflaust mögnuð innköst Megan Campbell, þar sem hún grýtti boltanum ótrúlega langar vegalengdir eftir innkomu sína af bekknum í síðari hálfleik.

Hér fyrir neðan má sjá lengsta innkast Campbell í tapleiknum, sem gæti mögulega flokkast sem eitt af lengstu innköstum í sögu fótboltans.

Campbell er 30 ára gömul og er samningsbundin London City Lionesses eftir að hafa einnig leikið fyrir Everton, Liverpool og Manchester City á ferlinum.

This insane long throw taken by Megan Campbell against England-W
byu/oklolzzzzs insoccer

Athugasemdir
banner
banner
banner