Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
banner
   fim 11. apríl 2024 11:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tveir KR-ingar fá niðurstöðu úr myndatöku í dag
Aron eftir sigurinn gegn Fylki.
Aron eftir sigurinn gegn Fylki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þeir Aron Sigurðarson og Hrafn Tómasson fóru meiddir af velli í leik KR og Fylkis á sunnudag.

Aron var í byrjunarliði KR en fór af velli í fyrri hálfleik og Hrafn kom inn á í hans stað. Hrafn þurfti svo að fara af velli í seinni hálfleik og litu þau meiðsli verr út.

Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  4 KR

Aron sagði í samtal við 433.is að hann fengi niðurstöðu úr myndatöku í dag. „Ég held að þetta verði vika eða tvær," sagði Aron við 433 en meiðslin eru aftan í læri.

Hrafn virtist meiðast á hné og er óttast að hann hafi slitið krossband. Hann fær niðurstöðu úr segulómun í dag.
Var stressaður í lokin - „Sagði við strákana að ég mun ekki lifa til fertugs ef þetta heldur svona áfram“
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner