þri 11. maí 2021 15:15
Elvar Geir Magnússon
Fyrrum leikmaður Víkings fær háar bætur frá Derby
Richard Keogh.
Richard Keogh.
Mynd: Getty Images
Derby þarf að borga Richard Keogh 2,3 milljónir punda í bætur eftir að leikmaðurinn var rekinn frá félaginu í október 2019.

Keogh meiddist illa á hné þegar hann var farþegi í bíl sem lenti í árekstri. Þáverandi liðsfélagi hans, Tom Lawrence, keyrði bílinn en þeir höfðu verið úti að skemmta sér og voru undir áhrifum áfengis,

Derby taldi að Keogh hefði brotið alvarlega af sér og rak hann frá félaginu en samningur hans var til sumarsins 2021.

Keogh fór í málaferli og þau hafa staðið yfir í langan tíma en nú er ljóst að hann vinnur málið. Keogh er ekki talinn hafa brotið alvarlega af sér og ekki heldur sýnt félaginu óvirðingu.

Eftir áreksturinn var Keogh boðið að vera áfram hjá félaginu út samninginn en Derby sagði að hann þyrfti að taka á sig umtalsverða launalækkun. Hann hafnaði því og var þá rekinn.

Keogh er núna hjá Huddersfield en hann hefur spilað á efstu deild á Íslandi, hann var á láni hjá Víkingi frá Stoke árið 2004.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner