Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 11. maí 2021 21:17
Ívan Guðjón Baldursson
Pepsi Max-deild kvenna: Markalaust í Garðabæ
Fyrsta stig Keflavíkur í Pepsi Max-deild kvenna.
Fyrsta stig Keflavíkur í Pepsi Max-deild kvenna.
Mynd: Keflavík
Stjarnan 0 - 0 Keflavík
Rautt spjald: Abby Carchio, Keflavík ('85)

Stjarnan og Keflavík áttust við í seinni leik kvöldsins í Pepsi Max-deild kvenna.

Stjörnustúlkur í Garðabæ voru betri og fengu hættulegasta færi fyrri hálfleiks en staðan var þó markalaus í leikhlé.

Stjarnan tók meiri og meiri völd í síðari hálfleik og hreint ótrúlegt að þeim hafi ekki tekist að koma knettinum í netið. Gestirnir úr Keflavík voru þó skeinuhættir og komust nálægt því að skora í tvígang en inn vildi boltinn ekki.

Undir lokin fékk Abby Carchio tvö gul spjöld með nokkurra sekúndna millibili og var því rekin í sturtu. Hún fékk dæmt gult spjald á sig og aukaspyrnu og var ekki sátt svo hún tók uppá því að klappa kaldhæðnislega fyrir Guðmundi Páli Friðbertssyni, sem gaf henni annað gult.

Tíu Stjörnukonum tókst ekki að skora á lokakaflanum og niðurstaðan því markalaust jafntefli.
Athugasemdir
banner
banner
banner