Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   mið 11. maí 2022 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Afturelding fær spænskan miðjumann (Staðfest)
Kvenaboltinn
Mynd: Aldaia
Afturelding hefur krækt í Söru Jimenez frá Spáni en hún lék síðast með spænska félaginu U.D. Aldaia. Sara er fædd árið 1999 og er miðjumann.

Hún er fædd í Castellón og verður 23 ára í september. Hún hefur einnig verið á mála hjá Cadiz og Villarreal á sínum ferli.

Afturelding hefur verið í talsverðu meiðslabrasi í upphafi tímabils í Bestu deildinni og kemur Sara til með að auka við breiddina í hópnum.

Afturelding er án stiga eftir þrjá leiki. Liðið kom upp úr Lengjudeildinni síðasta haust.
Athugasemdir
banner
banner