Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 11. júní 2019 09:18
Elvar Geir Magnússon
Fonseca nýr þjálfari Roma (Staðfest)
Fonseca er mættur til Roma.
Fonseca er mættur til Roma.
Mynd: Getty Images
Paulo Fonseca hefur verið ráðinn nýr þjálfari Roma en hann skrifaði undir tveggja ára samning.

Síðustu þrjú ár hefur Fonseca, sem er portúgalskur, stýrt Shaktar Donetsk í Úkraínu.

„Ég er spenntur fyrir verkefninu framundan," segir hinn 46 ára Fonseca sem einnig hefur stýrt Porto og Braga í heimalandinu.

„Paulo er metnaðarfullur, með alþjóðlega reynslu og sigurhugarfar. Þá hefur hann látið sín lið spila skemmtilegan sóknarbolta," segir Jim Pallotta, forseti Roma.

Fonseca vann úkraínsku deildina og bikarinn á öllum þremur tímabilum sínum hjá Shaktar.

Roma hafnaði í 6. sæti á liðnu tímabili í ítölsku A-deildinni og mun því vera í Evrópudeildinni á komandi tímabili.

Sjá einnig:
Ítalski boltinn - Uppgjör tímabilsins
Athugasemdir
banner
banner