Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 11. júní 2021 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu nákvæmlega eins tölfræði Mourinho og Fonseca
Mynd: reddit
Undanfarna mánuði hefur verið afar mikið um þjálfaraskipti hjá félögum í stærstu deildum Evrópu.

AS Roma og Tottenham eru nánast að skipta á þjálfurum eftir að Jose Mourinho, sem var rekinn frá Tottenham, gekk í raðir Roma.

Samlandi hans Paulo Fonseca þurfti að víkja fyrir Mourinho en nú er allt útlit fyrir að Fonseca sé að taka við Tottenham.

Þetta hefur vakið kátínu meðal áhugamanna um knattspyrnu, ekki síst eftir að tölfræði var birt af árangri Roma og Tottenham á nýliðnu tímabili.

Bæði lið enduðu í sjöunda sæti með 62 stig - 18 sigra, 8 jafntefli og 12 töp - og skoruðu jafn mörg mörk. Roma fékk þó talsvert fleiri mörk á sig heldur en Tottenham.

Það verður áhugavert að fylgjast með gengi félaganna á næstu leiktíð, eftir að hafa ráðið sitt hvorn þjálfarann sem skilaði ekki nægilega góðum árangri og var rekinn úr síðasta starfi.
Athugasemdir
banner
banner
banner