Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   þri 11. júní 2024 10:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ætlar að hafna Arsenal og öðrum stórum félögum
Benjamin Sesko.
Benjamin Sesko.
Mynd: Getty Images
Fram kemur á Sky Sports í dag að sóknarmaðurinn Benjamin Sesko ætli sér að hafna Arsenal og öðrum stórum félögum í sumar.

Sesko er að fara að skrifa undir nýjan samning við RB Leipzig í Þýskalandi.

Sesko var sagður vera með 55 milljón punda riftunarverð í samningi sínum sem var í gildi út júní, en ekki er vitað hvort það verði slíkt riftunarverð í nýjum samningi hans. Það verður þá allavega mun hærra.

Hinn 21 árs gamli Sesko skoraði 18 mörk í öllum keppnum með Leipzig á tímabilinu sem var að klárast. Hann endaði tímabilið frábærlega.

Hann hefur verið hvað mest orðaður við Arsenal.

Sesko er á leið á EM þar sem hann mun leiða línuna fyrir Slóveníu í Þýskalandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner