Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
Ívar Ingimars: Frábært að fá þessa reynslu og máta sig við topplið í Bestu
Systurnar skoruðu báðar: Hún lætur mann stundum heyra það
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að þeir vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
   mið 11. júlí 2018 22:22
Mist Rúnarsdóttir
Katrín Ómars: Hugarfarsdæmi sem þarf að laga
Kvenaboltinn
Katrín skoraði fyrir KR-inga sem þurftu þó að sætta sig við enn eitt tapið
Katrín skoraði fyrir KR-inga sem þurftu þó að sætta sig við enn eitt tapið
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Við erum gríðarlega svekktar. Við skorum fyrsta markið en fáum svo strax mark á okkur aftur. Mætum frekar gráðugar í seinni hálfleikinn en fáum á okkur tvö mörk og náum ekki að skora,“ sagði Katrín Ómarsdóttir, leikmaður KR, vonsvikin í samtali við Fótbolta.net eftir 3-1 tap gegn HK/Víkingi fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: KR 1 -  3 HK/Víkingur

KR-ingar byrjuðu vel og Katrín kom liði sínu yfir með góðum skalla snemma leiks. Það tók HK/Víkinga hinsvegar ekki nema 2 mínútur til að jafna leikinn.

„Það er rosalega erfitt að segja hvað gerist í þessu. Hvort það liggi yfir liðinu að við séum búnar að tapa sjö leikjum í röð og við kunnum það? Að við kunnum ekki að vera yfir eða vinna? Ég geri mér ekki alveg grein fyrir því. Þetta er held ég eitthvað hugarfarsdæmi sem þarf að laga,“ sagði Katrín sem fannst liðið sitt þó hafa reynt að fá eitthvað út úr leiknum og ekki verið langt frá því undir lokin.

Nú þegar mótið er hálfnað sitja KR-ingar einar á botni deildarinnar, aðeins með 3 stig. Það er erfitt mót framundan hjá Vesturbæingum en Katrín og félagar eru ekki búnar að gefast upp og ætla sér að gera betur í seinni umferðinni.

„Við unnum fyrsta leikinn og erum búnar að tapa rest. Það jákvæða er að það er heil umferð eftir og við verðum bara að gefa í.“

Hægt er að horfa á allt viðtalið við Katrínu í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner