Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   fim 11. júlí 2019 22:48
Kristófer Jónsson
Palli Gísla: Löglegt mark tekið af okkur
Páll Viðar Gíslason, þjálfari Magna.
Páll Viðar Gíslason, þjálfari Magna.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Páll Viðar Gíslason, þjálfari Magna, var hundfúll með 1-1 jafntefli sinna manna gegn Þór í dag. Jöfnunarmark Þórsara kom á 90.mínútu leiksins.

„Það er sárt að löglegt mark sé tekið af okkur í stöðunni 1-0. Það er búið að sýna mér þetta í sjónvarpinu og hann var klárlega ekki rangstæður." sagði Palli eftir leik en á hann þá við atvik á 84.mínútu þegar að Kristinn Þór skoraði en var dæmdur rangstæður.

Lestu um leikinn: Magni 1 -  1 Þór

Þórsarar voru meira með boltann í leiknum en Magnamenn vörðust vel og gekk það illa hjá gestunum frá Akureyri að finna glufur í gegnum múrinn.

„Magnamenn lögðu sig vel fram í dag. Börðust um alla bolta og voru þéttir og gerðu geggjuðu Þórsliði erfitt fyrir. Að sjálfsögðu hefði ég viljað þrjú stig en annars sáttur við leikinn."

Sveinn Óli Birgisson, fyrirliði Magna, var valinn maður leiksins af Fótbolta.net í kvöld en hann hefur verið mikið meiddur á tímabilinu og var hann farinn að kveinka sér í fyrri hálfleik en kláraði samt leikinn.

„Hann ásamt fleirum hafa verið að glíma við erfið meiðsli en hann sýndi gríðarlega leiðtogahæfileika í dag sem fyrirliði og ég var mjög stoltur að sjá hann í dag." sagði Palli aðspurður um Svein Óla.

Nánar er rætt við Páll Viðar í spilaranum að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner