Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
   fim 11. júlí 2019 22:48
Kristófer Jónsson
Palli Gísla: Löglegt mark tekið af okkur
Páll Viðar Gíslason, þjálfari Magna.
Páll Viðar Gíslason, þjálfari Magna.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Páll Viðar Gíslason, þjálfari Magna, var hundfúll með 1-1 jafntefli sinna manna gegn Þór í dag. Jöfnunarmark Þórsara kom á 90.mínútu leiksins.

„Það er sárt að löglegt mark sé tekið af okkur í stöðunni 1-0. Það er búið að sýna mér þetta í sjónvarpinu og hann var klárlega ekki rangstæður." sagði Palli eftir leik en á hann þá við atvik á 84.mínútu þegar að Kristinn Þór skoraði en var dæmdur rangstæður.

Lestu um leikinn: Magni 1 -  1 Þór

Þórsarar voru meira með boltann í leiknum en Magnamenn vörðust vel og gekk það illa hjá gestunum frá Akureyri að finna glufur í gegnum múrinn.

„Magnamenn lögðu sig vel fram í dag. Börðust um alla bolta og voru þéttir og gerðu geggjuðu Þórsliði erfitt fyrir. Að sjálfsögðu hefði ég viljað þrjú stig en annars sáttur við leikinn."

Sveinn Óli Birgisson, fyrirliði Magna, var valinn maður leiksins af Fótbolta.net í kvöld en hann hefur verið mikið meiddur á tímabilinu og var hann farinn að kveinka sér í fyrri hálfleik en kláraði samt leikinn.

„Hann ásamt fleirum hafa verið að glíma við erfið meiðsli en hann sýndi gríðarlega leiðtogahæfileika í dag sem fyrirliði og ég var mjög stoltur að sjá hann í dag." sagði Palli aðspurður um Svein Óla.

Nánar er rætt við Páll Viðar í spilaranum að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir