Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 11. júlí 2019 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúnar: Ekki besti þjálfari í heimi þó hann heiti Ole Gunnar Solskjær
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar og aðstoðarmaður hans, Bjarni Guðjónsson.
Rúnar og aðstoðarmaður hans, Bjarni Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR er á toppnum í Pepsi Max-deildinni.
KR er á toppnum í Pepsi Max-deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mótherjinn í dag er Molde.
Mótherjinn í dag er Molde.
Mynd: Getty Images
KR, topplið Pepsi Max-deildarinnar, mætir Molde, toppliði norsku úrvalsdeildarinnar, í forkeppni Evrópudeildarinnar í dag.

Molde er félagið sem Ole Gunnar Solskjær yfirgaf til þess að taka við Manchester United í desember síðastliðnum. Erling Moe, sem var í þjálfarateyminu, tók við og er hann búinn að gera fína hluti með liðið hingað til.

„Það er ekki eins og hann sé besti þjálfari í heimi þó svo að hann heiti Ole Gunnar Solskjær. Hann skildi eftir mjög góðan leikmannahóp og mjög gott lið. Þjálfarinn sem tók við hefur verið í þjálfateyminu hjá þremur ef ekki fjórum af fyrrverandi þjálfurum Molde. Hann þekkir félagið inn og út er núna að fá sína eldskírn," segir Rúnar í samtali við Fótbolta.net.

„Þeir eru með ofboðslega sterkan leikmannahóp og mjög gott lið. Molde er ólíkt flestum öðrum norskum liðum í dag, nema kannski Rosenborg og Odd. Þessi lið spila mjög flottan fótbolta og vilja spila sóknarbolta, mikið af sendingum, teknísk lið og eru með mikinn hraða," segir Rúnar sem þekkir norska boltann vel eftir að hafa stýrt Lilleström frá 2014 til 2016.

Eru KR-ingar búnir að finna einhverja veikaleika á liði Molde?

„Sko, maður sér alltaf eitthvað sem maður heldur að séu veikleikar, svo er spurning hvernig við náum að nýta það. Við erum á útivelli á morgun og reiknum með því að liggja til baka, þétta varnarleikinn og beita skyndisóknum."

„Við ætlum að gera allt sem við getum til að koma heim með úrslit sem gætu hugsanlega gefið okkur möguleika á að komast áfram. Ef við náum hagstæðum úrslitum hér þá erum við með leik heima sem væri skemmtilegra."

„Við þurfum að liggja í vörn og vera þolinmóðir, þora að fara fram og hafa boltann þegar við vinnum hann. Við ætlum að reyna að halda þeim eins langt frá markinu okkar og hægt er og reyna að fá einhver úrslit."

Búinn að sjá leikinn gegn Álasundi
Molde getur alveg tapað. Liðið tapaði 4-0 gegn Íslendingaliðinu Álasund, sem leikur í norsku B-deildinni, í bikarnum á dögunum.

„Ég er búinn að sjá þann leik og þeir gerðu reyndar einhverjar sex breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leikinn, en þeir eru með breiðan og góðan hóp, og eiga alveg að ráða það. Álasund er efst í B-deildinni og bikarinn er mjög sérstakur í Noregi. Hann er mjög skemmtilegur og það er mikið um óvænt úrslit," segir Rúnar.

„Álasund í þeim leik spilaði mjög vel og Hólmbert Aron (Friðjónsson) skoraði tvö mörk þegar það voru jafnmargir inn á. Í stöðunni 2-0 er einn leikmaður Molde rekinn út af og er eftirleikurinn auðveldur fyrir Álasund. Þeir stóðu sig mjög vel í þeim leik."

„Molde getur tapað, þeir geta það alveg. Þeir eru búnir að gera jafntefli við Brann og gegn Odd Grenland í síðustu umferð. Það er enginn ósigrandi. Það er munur á íslenskum liðum og norskum liðum. Þetta verður erfitt."

Hvernig eru möguleikar KR?
Það er alveg ljóst að þetta verður erfitt verkefni fyrir KR. En hvernig líta möguleikar liðsins út að mati Rúnars?

„Molde á kannski með öllu réttu að fara í gegnum þetta, en við höfum fulla trú á því sem við erum að gera og við höfum fulla trú á því sem leikmennirnir hafa verið að sýna í síðustu leikjum. Við erum að spila vel, við erum að verjast vel og við þurfum að hafa trú á verkefninu," segir Rúnar.

„Það er alltaf stærra og meira verkefni að vera í Evrópukeppni gegn liðum sem eru hærra skrifuð en íslensku liðin. Við þurfum að eiga toppleik. Við þurfum að nýta sjálfstraustið sem við erum með og nýta okkur þau góðu úrslit sem við höfum verið að ná í undanförnum leikjum."

„Við munum kannski verjast töluvert meira en við höfum verið að gera, en að sama skapi þurfum við að gera það vel og þegar við erum með boltann verðum við að reyna að búa eitthvað til. Mark á útivelli væri gulls ígildi."

Allir klárir nema Alex og Finnur Orri
Það eru allir klárir hjá KR í þennan leik nema Alex Freyr Hilmarsson og Finnur Orri Mageirsson. Alex Freyr spilar ekki meira á tímabilinu vegna meiðsla en það styttist í endurkomu Finns Orra.

„Alex Freyr og Finnur Orri er heima meiddur. Finnur er rétt að byrja að taka aðeins meiri þátt í æfingum, upphitanir og aðeins að taka þátt í sendingaræfingum og slíku. Það er góðs viti."

„Við þurfum á öllum okkar leikmönnum að halda. Það er mikið eftir af Íslandsmótinu og við erum enn í Evrópukeppni og bikar. Við þurfum að hugsa vel um okkar menn," sagði Rúnar Kristinsson frá hótelinu í Molde.

Sjá einnig:
KR-ingar flugu beint til Molde - „Þægilegra og best svona"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner