Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   lau 11. júlí 2020 21:54
Helgi Fannar Sigurðsson
Andri: Vissum að við fengjum á okkur mark í þessu móti
Andri Steinn Birgisson (Til vinstri) ásamt Davíð Smára Lamude. Saman þjálfa þeir Kórdrengi.
Andri Steinn Birgisson (Til vinstri) ásamt Davíð Smára Lamude. Saman þjálfa þeir Kórdrengi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er gríðarlega sáttur, hrikalega ánægður með mitt lið í vinnuframlagi og vilja," sagði Andri Steinn Birgisson, annar þjálfara Kórdrengja eftir 1-2 sigur á móti Haukum fyrr í dag.

Kórdrengir byrjuðu leikinn vel og réðu ferðinni fyrstu mínúturnar. Haukar unnu sig svo smátt og smátt inn í leikinn. Staðan var markalaus þegar liðin gengu til búningsklefa í hálfleik.
Haukar komust svo yfir á 62. mínútu þegar Tómas Leó Ásgeirsson skoraði úr vítaspyrnu. Albert Brynjar Ingason svaraði þó fyrir Kórdrengi með tveimur mörkum og þar við sat.

„Við byrjuðum á að pressa þá hátt og gerðum það mjög vel. Þeir ná að spila sig út úr tveimur pressum og eftir það urðum við pínu smeykir. Þeir geta spilað sig út úr pressum og eru með hörkulið. Við föllum til baka og ræddum það í hálfleik. Mér fannst við gera það vel í seinni hálfleik."

Fyrir leikinn í dag höfðu Kórdrengir ekki enn fengið á sig mark í deildinni. Andri segir menn ekki vera að svekkja sig á að markið hafi dottið inn í dag.

„Við vissum að við fengjum á okkur mark í þessu móti. Við fáum á okkur mark úr víti, eigum enn eftir að fá á okkur mark úr opnum leik. Þetta er bara partur af fótbolta."

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner