Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
banner
   lau 11. júlí 2020 21:54
Helgi Fannar Sigurðsson
Andri: Vissum að við fengjum á okkur mark í þessu móti
Andri Steinn Birgisson (Til vinstri) ásamt Davíð Smára Lamude. Saman þjálfa þeir Kórdrengi.
Andri Steinn Birgisson (Til vinstri) ásamt Davíð Smára Lamude. Saman þjálfa þeir Kórdrengi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er gríðarlega sáttur, hrikalega ánægður með mitt lið í vinnuframlagi og vilja," sagði Andri Steinn Birgisson, annar þjálfara Kórdrengja eftir 1-2 sigur á móti Haukum fyrr í dag.

Kórdrengir byrjuðu leikinn vel og réðu ferðinni fyrstu mínúturnar. Haukar unnu sig svo smátt og smátt inn í leikinn. Staðan var markalaus þegar liðin gengu til búningsklefa í hálfleik.
Haukar komust svo yfir á 62. mínútu þegar Tómas Leó Ásgeirsson skoraði úr vítaspyrnu. Albert Brynjar Ingason svaraði þó fyrir Kórdrengi með tveimur mörkum og þar við sat.

„Við byrjuðum á að pressa þá hátt og gerðum það mjög vel. Þeir ná að spila sig út úr tveimur pressum og eftir það urðum við pínu smeykir. Þeir geta spilað sig út úr pressum og eru með hörkulið. Við föllum til baka og ræddum það í hálfleik. Mér fannst við gera það vel í seinni hálfleik."

Fyrir leikinn í dag höfðu Kórdrengir ekki enn fengið á sig mark í deildinni. Andri segir menn ekki vera að svekkja sig á að markið hafi dottið inn í dag.

„Við vissum að við fengjum á okkur mark í þessu móti. Við fáum á okkur mark úr víti, eigum enn eftir að fá á okkur mark úr opnum leik. Þetta er bara partur af fótbolta."

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner