Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   lau 11. júlí 2020 17:00
Sigurður Marteinsson
Siggi Höskulds: Ótrúlega, ótrúlega ánægður
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir mætti Fram í Safamýri í dag í 5. umferð Lengjudeildar karla og unnu góðan sigur á heimamönnum , 2-5. Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Leiknis var virkilega sáttur með sigurinn.

Lestu um leikinn: Fram 2 -  5 Leiknir R.

„Ótrúlega, ótrúlega ánægður með þennan sigur, þetta var virkilega, virkilega sterkur sigur hjá okkur''.

Leiknismenn töpuðu á heimavelli fyrir ÍBV í síðustu umferð og mikið var rætt og ritað eftir þann leik, sérstaklega um þriðja mark ÍBV sem Gary Martin skoraði greinilega með hendinni. Svona spilamennska eins og í dag er væntanlega besta leiðin til að setja þann leik í baksýnispegilinn?

„Fyrsta verkefni var að koma rétt stemmdir inn í þetta eftir síðasta leik og mér fannst við gera það frábærlega''.

Vuk Oskar Dimitrijevic var algjörlega frábær í dag, skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. Sigurður tók undir það að hann væri frábær leikmaður en hrósaði einnig allri framlínu sinni og liðsheild.

„Já, frábær leikmaður og við erum með frábæra framlínu og það er ekki bara hann. Þótt Sævar sé bara kominn með eitt mark er hann búinn að vera geggjaður, Máni er búinn að vera geggjaður, Sólon er búinn að vera frábær''.

Leiknir mætir Magna í næstu umferð en þeir hafa byrjað tímabilið afar illa. Það er þó lítil hætta á því að það verði eitthvað vanmat í gangi hjá Leiknismönnum.

„Nei nei sko, það er ótrúlega mikilvægt að við núna höldum þessu tempói í okkar leik áfram og byggjum ofan á þetta. Við erum ánægðir í dag en það er rosalega stutt á milli í þessu''.


Athugasemdir