29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   lau 11. júlí 2020 17:00
Sigurður Marteinsson
Siggi Höskulds: Ótrúlega, ótrúlega ánægður
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir mætti Fram í Safamýri í dag í 5. umferð Lengjudeildar karla og unnu góðan sigur á heimamönnum , 2-5. Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Leiknis var virkilega sáttur með sigurinn.

Lestu um leikinn: Fram 2 -  5 Leiknir R.

„Ótrúlega, ótrúlega ánægður með þennan sigur, þetta var virkilega, virkilega sterkur sigur hjá okkur''.

Leiknismenn töpuðu á heimavelli fyrir ÍBV í síðustu umferð og mikið var rætt og ritað eftir þann leik, sérstaklega um þriðja mark ÍBV sem Gary Martin skoraði greinilega með hendinni. Svona spilamennska eins og í dag er væntanlega besta leiðin til að setja þann leik í baksýnispegilinn?

„Fyrsta verkefni var að koma rétt stemmdir inn í þetta eftir síðasta leik og mér fannst við gera það frábærlega''.

Vuk Oskar Dimitrijevic var algjörlega frábær í dag, skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. Sigurður tók undir það að hann væri frábær leikmaður en hrósaði einnig allri framlínu sinni og liðsheild.

„Já, frábær leikmaður og við erum með frábæra framlínu og það er ekki bara hann. Þótt Sævar sé bara kominn með eitt mark er hann búinn að vera geggjaður, Máni er búinn að vera geggjaður, Sólon er búinn að vera frábær''.

Leiknir mætir Magna í næstu umferð en þeir hafa byrjað tímabilið afar illa. Það er þó lítil hætta á því að það verði eitthvað vanmat í gangi hjá Leiknismönnum.

„Nei nei sko, það er ótrúlega mikilvægt að við núna höldum þessu tempói í okkar leik áfram og byggjum ofan á þetta. Við erum ánægðir í dag en það er rosalega stutt á milli í þessu''.


Athugasemdir