Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 11. júlí 2022 15:17
Elvar Geir Magnússon
Gummi Tyrfings aftur í Selfoss (Staðfest) - Mætti í rútu
Guðmundur Tyrfingsson í leik með Selfossi.
Guðmundur Tyrfingsson í leik með Selfossi.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Guðmundur Tyrfingsson er aftur kominn hem í Selfoss en hann kemur til uppeldisfélagsins frá ÍA.

Hann var kynntur á samfélagsmiðlum Selfyssinga og sést þar mæta á rútu frá fjölskyldufyrirtækinu.

Guðmundur er 19 ára gamall sóknarmiðjumaður sem vakti athygli með Selfossi í 2. deildinni áður en hann gekk í raðir ÍA um mitt sumar 2020. Hann á fjölmarga leiki fyrir yngri landslið Íslands.

Hann fékk ekki að spila eins mikið með Skagamönnum og vonir höfðu verið um. Hann hefur komið við sögu í níu leikjum í Bestu deildinni í sumar, en í öllum nema einum sem varamaður.

Selfoss er sem stendur í öðru sæti Lengjudeildarinnar og vonast til að spila í deidl þeirra bestu á næsta tímabili.

Athugasemdir
banner
banner