Noni Madueke hefur fengið leyfi frá Chelsea til að yfirgefa æfingabúðir félagsins í Bandaríkjunum.
Madueke hefur komið við sögu í fimm af sex leikjum Chelsea hingað til á HM, án þess þó að skora mark eða gefa stoðsendingu. Hann verður ekki með í úrslitaleiknum gegn PSG eftir að Chelsea samþykkti kauptilboð frá Arsenal.
Arsenal borgar 48 milljónir punda fyrir Madueke, auk fjögurra milljóna í viðbót í árangurstengdar aukagreiðslur. Kantmaðurinn flytur sig því á milli fjandliða í London og fær fimm ára samning hjá nýjum vinnuveitendum.
Sky Sports greinir frá þessu og segir að leikmaðurinn muni gangast undir læknisskoðun hjá Arsenal á næstu dögum. Madueke er 23 ára gamall og á að fylla í skarðið sem þrítugur Leandro Trossard mun skilja eftir sig í sumar.
10.07.2025 22:10
Arsenal og Chelsea ná samkomulagi um Madueke
Athugasemdir